Draumafermingarferð á Villa Park: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 09:01 Moussa Diaby faðmar Skarphéðin Orra Albertsson, ungan íslenskan stuðningsmann Aston Villa. aðsend Ungur stuðningsmaður Aston Villa fékk treyju frá uppáhalds leikmanni sínum í liðinu í fyrstu ferð sinni á Villa Park. Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti