Mæta ekki á afhendingu Gullboltans þar sem það er leikur á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2023 19:01 Stanway á leik á morgun. EPA-EFE/Vince Mignott Þrátt fyrir að vera tilnefndar til verðlauna munu þrír leikmenn enska landsliðsins ekki mæta á verðlaunahátíðina þar sem Gullboltinn (Ballon d‘Or) er afhentur þar sem þær eiga leik á morgun. Georgia Stanway er ein þeirra og hefur sent forráðamönnum hátíðarinnar tóninn. Gullboltinn var fyrst afhentur árið 1956 þegar tímaritið France Football tók sig saman og boðaði til kosningar á besta knattspyrnumanni heims. Gullboltann fær sá leikmaður sem talinn er hafa spilað best undanfarið ár. Árið 2018 var Gulboltinn einnig afhentur í kvennaflokki. Verðlaunin eru veitt á sama tíma en það hentar hreinlega ekki kvenkyns leikmönnum þar sem flestar eru í miðju landsliðsverkefni núna. Enska landsliðið á til að mynda leik annað kvöld en Georgia Stanway, Millie Bright og markvörðurinn Mary Earps eru allar tilnefndar. "If it was planned a little bit better"Georgia Stanway says its a real disappointment that the Ballon D'Or awards ceremony has been scheduled so that a number of players won't be able to attend. pic.twitter.com/J3E6SXZ0HL— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) October 30, 2023 „Það er gaman að vera tilnefnd en leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum. Við sem hópur höfum talað um þetta og erum sammála að það væri gaman ef hátíðin væri ekki degi fyrir leik. Þannig gætum við öll notið þeirrar reynslu sem fylgir því að mæta á hátíð sem þessa. Mögulega er þetta bara eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði Stanway sem er í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu sem og Þýskalandsmeisturum Bayern München. „Við eigum leik á morgun, ef þetta hefði verið betur planað þá hefði verið auðveldara fyrir kvenkyns leikmenn að mæta,“ bætti Stanway við. Lionel Messi will be announced as the Ballon d Or winner tonight his Ballon d Or number 8, as expected Ceremony in Paris, all set for it. pic.twitter.com/gAKyqmAtUv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2023 Þrátt fyrir að afhendingin hafi ekki enn farið fram er vitað að Lionel Messi vinnur sinn áttunda Gullbolta og að Aitana Bonmatí mun vinna í kvennaflokki. Þrír af fimm Gullboltum í kvennaflokki hafa því farið til spænskra miðjumanna en Alexia Putellas hefur unnið undanfarin tvö ár. Fótbolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Gullboltinn var fyrst afhentur árið 1956 þegar tímaritið France Football tók sig saman og boðaði til kosningar á besta knattspyrnumanni heims. Gullboltann fær sá leikmaður sem talinn er hafa spilað best undanfarið ár. Árið 2018 var Gulboltinn einnig afhentur í kvennaflokki. Verðlaunin eru veitt á sama tíma en það hentar hreinlega ekki kvenkyns leikmönnum þar sem flestar eru í miðju landsliðsverkefni núna. Enska landsliðið á til að mynda leik annað kvöld en Georgia Stanway, Millie Bright og markvörðurinn Mary Earps eru allar tilnefndar. "If it was planned a little bit better"Georgia Stanway says its a real disappointment that the Ballon D'Or awards ceremony has been scheduled so that a number of players won't be able to attend. pic.twitter.com/J3E6SXZ0HL— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) October 30, 2023 „Það er gaman að vera tilnefnd en leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum. Við sem hópur höfum talað um þetta og erum sammála að það væri gaman ef hátíðin væri ekki degi fyrir leik. Þannig gætum við öll notið þeirrar reynslu sem fylgir því að mæta á hátíð sem þessa. Mögulega er þetta bara eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði Stanway sem er í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu sem og Þýskalandsmeisturum Bayern München. „Við eigum leik á morgun, ef þetta hefði verið betur planað þá hefði verið auðveldara fyrir kvenkyns leikmenn að mæta,“ bætti Stanway við. Lionel Messi will be announced as the Ballon d Or winner tonight his Ballon d Or number 8, as expected Ceremony in Paris, all set for it. pic.twitter.com/gAKyqmAtUv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2023 Þrátt fyrir að afhendingin hafi ekki enn farið fram er vitað að Lionel Messi vinnur sinn áttunda Gullbolta og að Aitana Bonmatí mun vinna í kvennaflokki. Þrír af fimm Gullboltum í kvennaflokki hafa því farið til spænskra miðjumanna en Alexia Putellas hefur unnið undanfarin tvö ár.
Fótbolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira