„Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2023 15:05 Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundinum í dag. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherranna í Osló í morgun þar sem Norðurlandaráðsþing hófst. Noregur var eina Norðurlandaþjóðin sem greiddi atkvæði með ályktun Jórdaníu sem var samþykkt með tveimur þriðju atkvæða. Ísland sat hjá líkt og hin Norðurlöndin en þjóðirnar töldu vanta í ályktun Jórdaníu að fordæma hryðjuverk Hamas-samtakanna í Ísrael. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Katrín fyrst til svars Blaðamaður TV2 í Noregi spurði forsætisráðherra hinna Norðurlandanna hvers vegna þjóðirnar hefðu setið hjá ólíkt Noregi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greip boltann á lofti og játti því að Ísland hefði vissulega setið hjá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Kvennafrídeginum á dögunum.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur verið rætt um hvort við hefðum átt að fylgja fordæmi Noregs því mannúðarkrísan á Gassa er mikil. Um leið er sorglegt að ekki hafi verið meirihluti með tillögu Kanada þar sem var einnig minnst á gíslana og hryðjuverk Hamas-samtakanna.“ Katrín sagðist telja Norðurlöndin sammála um mannúðarhlé á Gasa. „Ég held að fulltrúar allra Norðurlandanna hafi verið skýrir hvað þetta varðar í New York. Ég held að það séu lykilskilaboðin frá Norðurlöndunum í augnablikinu að það verði að vera vopnahlé, mannúðarhlé.“ Aldrei séð neitt þessu líkt Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, segir að í grundvallaratriðum sé samstaða um málið innan Evrópusambandsins en þó vel þekkt ágreiningsefni enda eigi ágreiningur Ísraels og Palestínu sér langa sögu. Það hafi komið í ljós við atkvæðagreiðsluna enda Evrópulöndin ýmist greitt atkvæði með, setið hjá eða örfá greitt atkvæði á móti ályktuninni. Ulf Kristofersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA-EFE/Henrik Montgomery Það endurspeglar að einhverju leyti hvaða ályktun ætti að draga af atkvæðagreiðslunni hjá UN. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagðist ekki telja neinn ágreining meðal Norðurlandanna um mikilvægi mannúðaraðstoðar á Gasa. Mette Frederiksen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur frá árinu 2019. EPA „Dauði almennra borgara og sérstaklega barna snertir okkur öll. En það vantaði að fordæma hryðjuverk Hamas í yfirlýsingunni hjá Sameinuðu þjóðunum, að fordæma hryðjuverk Hamas. Það voru hrikaleg hryðjuverk. Ég hef séð mörg hryðjuverk en held ég hafi aldrei séð neitt líkt því sem við sáum í Ísrael. Svo margir gyðingar hafa ekki verið drepnir á einum degi síðan í helförinni. Grimmdin hjá Hamas var sláandi. Við verðum því að fordæma það sem gerðist í Ísrael,“ sagði Frederiksen. Um leið yrði að styðja rétt Ísraels innan ramma alþjóðalaga. Kom aldrei til greina Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, tók undir með fyrri ræðumönnum varðandi mikilvægi mannúðaraðstoðar á Gasa. „Ég er leiður að ekki hafi náðst samstaða um málið hjá Sameinuðu þjóðunum. En það var ekki jafnvægi í yfirlýsingunni því það verður að fordæma Hamas. Þá hefur Ísrael rétt til að verja sig innan ramma alþjóðalaga.“ Petteri Orpo er forsætisráðherra Finnlands.EPA Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, var afdráttarlaus í svari sínu. „Hvað Noreg varðar þá kom aldrei til greina að sitja hjá,“ sagði Støre. Noregur hefði samþykkt ályktunina ásamt Portúgal, Spáni, Frakklandi og Belgíu. „Við verðum að vera skýr þegar kemur að fordæmingu hryðjuverka og við höfum verið það frá fyrsta degi. Við greiddum atkvæði með tillögu Kanada. Í hverri yfirlýsingu segjum við að Ísrael hafi rétt til varna. En svo þarf að gæta meðalhófs. Það sem er að gerast á Gasa er ógn við almenna borgara og um leið nærliggjandi lönd, þar á meðal Ísrael. Því er mikilvægt að koma hjálparaðstoð til tveggja milljóna manna. Hvað Noreg varðar kom aldrei til greina að sitja hjá.“ Hvert land beri ábyrgð Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, spurði í framhaldinu hvort það væri ekki slæmt út á við þegar Norðurlöndin gætu ekki verið fullkomlega sammála í jafnstóru máli sem þessu. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs.EPA-EFE/Anders Wiklund „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu,“ sagði Støre. Þjóðir beri auðvitað saman bækur sínar við svona ákvarðanir. Evrópusambandslöndin hefðu rætt saman í Brussel en Noregur rætt við mikinn fjölda landa. Noregur er sem kunnugt er ekki í Evrópusambandinu frekar en Ísland. „Ég er sammála kollegum mínum að það er enginn ágreiningur varðandi að koma aðstoð til almennra borgara. Ekki heldur varðandi að fordæma hryðjuverk Hamas gagnvart Ísrael. Þá er það spurningin, ætti að greiða atkvæði með eða á móti þessari ályktun? Minnumst þess að tveir þriðju þeirra sem greiddu atkvæða samþykktu ályktunina.“ Ísrael Palestína Norðurlandaráð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Noregur Svíþjóð Danmörk Finnland Tengdar fréttir Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24 Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherranna í Osló í morgun þar sem Norðurlandaráðsþing hófst. Noregur var eina Norðurlandaþjóðin sem greiddi atkvæði með ályktun Jórdaníu sem var samþykkt með tveimur þriðju atkvæða. Ísland sat hjá líkt og hin Norðurlöndin en þjóðirnar töldu vanta í ályktun Jórdaníu að fordæma hryðjuverk Hamas-samtakanna í Ísrael. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Katrín fyrst til svars Blaðamaður TV2 í Noregi spurði forsætisráðherra hinna Norðurlandanna hvers vegna þjóðirnar hefðu setið hjá ólíkt Noregi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greip boltann á lofti og játti því að Ísland hefði vissulega setið hjá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Kvennafrídeginum á dögunum.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur verið rætt um hvort við hefðum átt að fylgja fordæmi Noregs því mannúðarkrísan á Gassa er mikil. Um leið er sorglegt að ekki hafi verið meirihluti með tillögu Kanada þar sem var einnig minnst á gíslana og hryðjuverk Hamas-samtakanna.“ Katrín sagðist telja Norðurlöndin sammála um mannúðarhlé á Gasa. „Ég held að fulltrúar allra Norðurlandanna hafi verið skýrir hvað þetta varðar í New York. Ég held að það séu lykilskilaboðin frá Norðurlöndunum í augnablikinu að það verði að vera vopnahlé, mannúðarhlé.“ Aldrei séð neitt þessu líkt Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, segir að í grundvallaratriðum sé samstaða um málið innan Evrópusambandsins en þó vel þekkt ágreiningsefni enda eigi ágreiningur Ísraels og Palestínu sér langa sögu. Það hafi komið í ljós við atkvæðagreiðsluna enda Evrópulöndin ýmist greitt atkvæði með, setið hjá eða örfá greitt atkvæði á móti ályktuninni. Ulf Kristofersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA-EFE/Henrik Montgomery Það endurspeglar að einhverju leyti hvaða ályktun ætti að draga af atkvæðagreiðslunni hjá UN. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagðist ekki telja neinn ágreining meðal Norðurlandanna um mikilvægi mannúðaraðstoðar á Gasa. Mette Frederiksen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur frá árinu 2019. EPA „Dauði almennra borgara og sérstaklega barna snertir okkur öll. En það vantaði að fordæma hryðjuverk Hamas í yfirlýsingunni hjá Sameinuðu þjóðunum, að fordæma hryðjuverk Hamas. Það voru hrikaleg hryðjuverk. Ég hef séð mörg hryðjuverk en held ég hafi aldrei séð neitt líkt því sem við sáum í Ísrael. Svo margir gyðingar hafa ekki verið drepnir á einum degi síðan í helförinni. Grimmdin hjá Hamas var sláandi. Við verðum því að fordæma það sem gerðist í Ísrael,“ sagði Frederiksen. Um leið yrði að styðja rétt Ísraels innan ramma alþjóðalaga. Kom aldrei til greina Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, tók undir með fyrri ræðumönnum varðandi mikilvægi mannúðaraðstoðar á Gasa. „Ég er leiður að ekki hafi náðst samstaða um málið hjá Sameinuðu þjóðunum. En það var ekki jafnvægi í yfirlýsingunni því það verður að fordæma Hamas. Þá hefur Ísrael rétt til að verja sig innan ramma alþjóðalaga.“ Petteri Orpo er forsætisráðherra Finnlands.EPA Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, var afdráttarlaus í svari sínu. „Hvað Noreg varðar þá kom aldrei til greina að sitja hjá,“ sagði Støre. Noregur hefði samþykkt ályktunina ásamt Portúgal, Spáni, Frakklandi og Belgíu. „Við verðum að vera skýr þegar kemur að fordæmingu hryðjuverka og við höfum verið það frá fyrsta degi. Við greiddum atkvæði með tillögu Kanada. Í hverri yfirlýsingu segjum við að Ísrael hafi rétt til varna. En svo þarf að gæta meðalhófs. Það sem er að gerast á Gasa er ógn við almenna borgara og um leið nærliggjandi lönd, þar á meðal Ísrael. Því er mikilvægt að koma hjálparaðstoð til tveggja milljóna manna. Hvað Noreg varðar kom aldrei til greina að sitja hjá.“ Hvert land beri ábyrgð Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, spurði í framhaldinu hvort það væri ekki slæmt út á við þegar Norðurlöndin gætu ekki verið fullkomlega sammála í jafnstóru máli sem þessu. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs.EPA-EFE/Anders Wiklund „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu,“ sagði Støre. Þjóðir beri auðvitað saman bækur sínar við svona ákvarðanir. Evrópusambandslöndin hefðu rætt saman í Brussel en Noregur rætt við mikinn fjölda landa. Noregur er sem kunnugt er ekki í Evrópusambandinu frekar en Ísland. „Ég er sammála kollegum mínum að það er enginn ágreiningur varðandi að koma aðstoð til almennra borgara. Ekki heldur varðandi að fordæma hryðjuverk Hamas gagnvart Ísrael. Þá er það spurningin, ætti að greiða atkvæði með eða á móti þessari ályktun? Minnumst þess að tveir þriðju þeirra sem greiddu atkvæða samþykktu ályktunina.“
Ísrael Palestína Norðurlandaráð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Noregur Svíþjóð Danmörk Finnland Tengdar fréttir Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24 Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24
Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52
Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55