„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 23:01 Íbúar Grindavíkur eru ekki miklir aðdáendur jarðskjálftanna. Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira