Flestir hafa skjálftarnir verið í minna lagi og er sá stóri sá eini sem náði þremur stigum. Um átta hafa síðan farið yfir tvö stig. Í gær hófst hrina við fjallið Þorbjörn sem sýndi öra virkni en engar vísbendingar hafa enn sést um gosóróa. Þó er sú hrina, sem stóð í tæpa tvo klukkutíma talin vera merki um kvikuhlaup undir yfirborðinu. Og eins og verið hefur síðustu daga er óvissustig Almannavarna í gildi á svæðinu.

