Öld breytinga Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2023 10:01 Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Meira ferðafrelsi og ódýrari flugsamgöngur gera það einnig að verkum að hingað til lands koma fjórfalt fleiri ferðamenn en íbúar þessa lands. Á sama tíma byggja flestir af þeim flokkum sem sitja á Alþingi stefnur sínar á því að halda í við hina gömlu tíma og það samfélag sem var hér á síðustu öld. Skiptir þar engu hvort flokkarnir eru til hægri, vinstri, eða í miðju hins pólitíska litrófs því þegar kemur að breytingum þá flokkast þeir sem íhaldsflokkar. Þetta sést í þeim þingmálum sem lögð eru fram, því flest ganga þau út á að halda í horfinu, frekar en að tækla breytta heimsmynd. Þetta sést líka í aðgerðar- og skilningsleysi þegar kemur að þeim flóknu viðfangsefnum sem við ættum að vera takast á, eins og öllu því sem snýr að loftslagsvánni. Rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir að halda sjálfstæði sínu, sama hvað gekk á, þá halda þessir flokkar í þá rómantísku sýn sem var allsráðandi á síðustu öld. Við sjáum hið sama gerast víða um heim. Í mörgum löndum hefur á undanförnum árum orðið mikið bakslag í þeim framfaraskrefum sem náðst hafa á síðustu áratugum, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, réttindum kvenna yfir eigin líkama og réttindum hinsegin og kynsegins fólks. Þessir flokkar ala á hræðslunni við hvers konar breytingar og allt það sem er öðruvísi í stað þess að tala fyrir samúð og auknum skilningi við hið óþekkta. Þetta sést einna helst þegar kemur að málefnum útlendinga en þar eru öll vopn notuð til þess að hræða fólk sem mest. Þau tala um að menning okkar og tungumál mun hverfa ef við leyfum framandi fólki að setjast hér að. Á sama tíma er því fólki sem hingað kemur gert mjög erfitt fyrir að læra íslensku, nema með ærnum tilkostnaði. Námskeið um íslenska menningu, haldin á tungumálum fólksins, eru heldur ekki í boði. Já, í stað þess að benda bara á áskorarnirnar við breytt samfélag og setja lög og reglur til að reyna að draga úr þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað, óháð því hvað þessir flokkar reyna, þá ættum við einmitt að fjárfesta í aðgerðum sem hjálpa fólki að aðlagast þeim. Gott dæmi um þetta væri að bjóða fólki sem hingað kemur ókeypis kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Sama gildir þegar kemur að loftslagsvánni. Þeim mun lengur sem við stingum höfðinu í sandinn og vonum að ekkert gerist meðan við erum á lífi, þeim mun verra munu aðstæður verða fyrir börnin okkar og barnabörn. Í stað þess að kaupa losunarheimildir erlendis frá, setjum frekar markmiðið hátt og verðum fyrsta vestræna ríkið til þess að ná því markmiði að verða kolefnislaust samfélag. Til þess að ná því göfuga markmiði, þá þurfum við stjórnmálafólk sem hugsar í lausnum, en ekki í höftum og fortíð. Aðferðafræði síðustu aldar virkar einfaldlega ekki þegar kemur að því að takast á við hið ört breytilega samfélag sem við búum við í dag. Stjórnmál síðustu aldar eiga ekki lengur við, heldur er þörf á flokkum og stjórnmálafólki sem er tilbúið að takast á við breyttan heim og tryggja það að við siglum á sem öruggastan hátt í gegnum þann ólgusjó breytinga sem er framundan. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Fjölmenning Alþingi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Meira ferðafrelsi og ódýrari flugsamgöngur gera það einnig að verkum að hingað til lands koma fjórfalt fleiri ferðamenn en íbúar þessa lands. Á sama tíma byggja flestir af þeim flokkum sem sitja á Alþingi stefnur sínar á því að halda í við hina gömlu tíma og það samfélag sem var hér á síðustu öld. Skiptir þar engu hvort flokkarnir eru til hægri, vinstri, eða í miðju hins pólitíska litrófs því þegar kemur að breytingum þá flokkast þeir sem íhaldsflokkar. Þetta sést í þeim þingmálum sem lögð eru fram, því flest ganga þau út á að halda í horfinu, frekar en að tækla breytta heimsmynd. Þetta sést líka í aðgerðar- og skilningsleysi þegar kemur að þeim flóknu viðfangsefnum sem við ættum að vera takast á, eins og öllu því sem snýr að loftslagsvánni. Rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir að halda sjálfstæði sínu, sama hvað gekk á, þá halda þessir flokkar í þá rómantísku sýn sem var allsráðandi á síðustu öld. Við sjáum hið sama gerast víða um heim. Í mörgum löndum hefur á undanförnum árum orðið mikið bakslag í þeim framfaraskrefum sem náðst hafa á síðustu áratugum, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, réttindum kvenna yfir eigin líkama og réttindum hinsegin og kynsegins fólks. Þessir flokkar ala á hræðslunni við hvers konar breytingar og allt það sem er öðruvísi í stað þess að tala fyrir samúð og auknum skilningi við hið óþekkta. Þetta sést einna helst þegar kemur að málefnum útlendinga en þar eru öll vopn notuð til þess að hræða fólk sem mest. Þau tala um að menning okkar og tungumál mun hverfa ef við leyfum framandi fólki að setjast hér að. Á sama tíma er því fólki sem hingað kemur gert mjög erfitt fyrir að læra íslensku, nema með ærnum tilkostnaði. Námskeið um íslenska menningu, haldin á tungumálum fólksins, eru heldur ekki í boði. Já, í stað þess að benda bara á áskorarnirnar við breytt samfélag og setja lög og reglur til að reyna að draga úr þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað, óháð því hvað þessir flokkar reyna, þá ættum við einmitt að fjárfesta í aðgerðum sem hjálpa fólki að aðlagast þeim. Gott dæmi um þetta væri að bjóða fólki sem hingað kemur ókeypis kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Sama gildir þegar kemur að loftslagsvánni. Þeim mun lengur sem við stingum höfðinu í sandinn og vonum að ekkert gerist meðan við erum á lífi, þeim mun verra munu aðstæður verða fyrir börnin okkar og barnabörn. Í stað þess að kaupa losunarheimildir erlendis frá, setjum frekar markmiðið hátt og verðum fyrsta vestræna ríkið til þess að ná því markmiði að verða kolefnislaust samfélag. Til þess að ná því göfuga markmiði, þá þurfum við stjórnmálafólk sem hugsar í lausnum, en ekki í höftum og fortíð. Aðferðafræði síðustu aldar virkar einfaldlega ekki þegar kemur að því að takast á við hið ört breytilega samfélag sem við búum við í dag. Stjórnmál síðustu aldar eiga ekki lengur við, heldur er þörf á flokkum og stjórnmálafólki sem er tilbúið að takast á við breyttan heim og tryggja það að við siglum á sem öruggastan hátt í gegnum þann ólgusjó breytinga sem er framundan. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun