Díll aldarinnar reyndist kerfisvilla Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 13:11 Ekki mikið að borga 18.700 krónur á mánuði fyrir slíka drossíu... Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað leigusamning á Teslu 3 Long Range ólöglegan en tæpt var það. Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Viðskipti innlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Fleiri fréttir RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira
Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Viðskipti innlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Fleiri fréttir RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira