Forstjóri Rapyd vill eyða öllum Hamasliðum Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 17:22 Arik Shtilman var heitur á LinkedIn og sagði Tindi að ísraelsmenn myndu drepa alla hamas-liða á Gasa og eyða þeim. Rapyd „Þessi samskipti sem ég átti við CEO Rapyd slógu mig algjörlega út af laginu. Hryllingi er svarað með margföldum hryllingi,“ segir Tindur Hafsteinsson á Facebook-síðu sinni. Umrædd samskipti sem vöktu upp þessar tilfinningar með Tindi fóru fram á LinkedIn og voru við Arik Shtilman, sem er forstjóri og stofnandi ísraelska sprotafyrirtækisins Rapyd sem er umsvifamesta greiðslumiðlun á Íslandi. Arik Shtilman hafði þá birt færslu þar sem sagði einfaldlega: Við munum sigra. Rapyd styður Ísrael. „Furðulegt að sjá stofnanda fyrirtækis sem sækir á alþjóðlegan markað tala á þennan máta. Þessum samskiptum okkar eyddi hann út, en áður hafði ég tekið skjáskot af þeim, því ég trúði ekki mínum eigin augum.“ Tindur hefur birt Facebookfærslu um þessi samskipti og skjáskot af samskiptunum. Tindur spurði, en öll samskipti fóru fram á ensku: Arik Shtilman, ef ég skil staðhæfingu þína rétt, þá er mitt svar það að ég vona að mannúð sigri. Og ég vona að svo sé um þig einnig. Hafandi sagt þetta, ættum við að hafa þennan vettvang lausan við áróður og halda okkur við viðskiptatengd málefni. Til eru ýmsar leiðir aðrar til að tjá skoðanir sínar, svo vinsamlegast notaðu þær heldur fyrir áróður sem þennan. Nema þú kjósir að nota markaðsleiðir Rapyd fyrir skoðanir sem þessar en þá ættir þú að gera þér grein fyrir því að það kunni að koma niður á viðskiptahagsmunum og fæla frá fjárfesta. Shtilman svaraði að bragði: Tindur Hafsteinson. Þú hefur ef til vill ekki skilið það sem ég var að segja þá mun ég nú endurtaka það með eins einföldum hætti og mér er unnt: Við munum drepa hvern einasta hamas-terrorista á Gasa og eyða þeim. Skilið? Tindur spurði þá um hvað slíkt mætti kosta, að mati Shtilmans eða „and at what cost do you fell that being jusitifiable?“). Shtilmans svaraði: „Any cost“. Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Greiðslumiðlun Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Umrædd samskipti sem vöktu upp þessar tilfinningar með Tindi fóru fram á LinkedIn og voru við Arik Shtilman, sem er forstjóri og stofnandi ísraelska sprotafyrirtækisins Rapyd sem er umsvifamesta greiðslumiðlun á Íslandi. Arik Shtilman hafði þá birt færslu þar sem sagði einfaldlega: Við munum sigra. Rapyd styður Ísrael. „Furðulegt að sjá stofnanda fyrirtækis sem sækir á alþjóðlegan markað tala á þennan máta. Þessum samskiptum okkar eyddi hann út, en áður hafði ég tekið skjáskot af þeim, því ég trúði ekki mínum eigin augum.“ Tindur hefur birt Facebookfærslu um þessi samskipti og skjáskot af samskiptunum. Tindur spurði, en öll samskipti fóru fram á ensku: Arik Shtilman, ef ég skil staðhæfingu þína rétt, þá er mitt svar það að ég vona að mannúð sigri. Og ég vona að svo sé um þig einnig. Hafandi sagt þetta, ættum við að hafa þennan vettvang lausan við áróður og halda okkur við viðskiptatengd málefni. Til eru ýmsar leiðir aðrar til að tjá skoðanir sínar, svo vinsamlegast notaðu þær heldur fyrir áróður sem þennan. Nema þú kjósir að nota markaðsleiðir Rapyd fyrir skoðanir sem þessar en þá ættir þú að gera þér grein fyrir því að það kunni að koma niður á viðskiptahagsmunum og fæla frá fjárfesta. Shtilman svaraði að bragði: Tindur Hafsteinson. Þú hefur ef til vill ekki skilið það sem ég var að segja þá mun ég nú endurtaka það með eins einföldum hætti og mér er unnt: Við munum drepa hvern einasta hamas-terrorista á Gasa og eyða þeim. Skilið? Tindur spurði þá um hvað slíkt mætti kosta, að mati Shtilmans eða „and at what cost do you fell that being jusitifiable?“). Shtilmans svaraði: „Any cost“.
Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Greiðslumiðlun Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira