„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 12:10 Lax úr kvíum Arctic Fish í Tálknafirði. Myndirnar voru teknar föstudaginn 27. október síðastliðinn. Veiga Grétarsdóttir Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. Heimildin fjallaði í gær um sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði og greindu frá því að verið væri að farga öllum fiskum í ákveðnum kvíum félagsins vegna lúsafaraldurs þar. Hefur Heimildin það eftir deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun að um milljón eldislaxar hafi drepist eða fargað vegna lúsarinnar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Segir deildarstjórinn að norskur dýralæknir væri staddur hér á landi vegna málsins og að hann hafi aldrei séð neitt jafn slæmt og þetta á þrjátíu ára ferli sínum. Kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók myndir og myndbönd af sjókvíunum fyrir sex dögum síðan. Hún segist ekki hafa séð einn einasta heilbrigða lax þar ofan í. Veiga Grétarsdóttir, náttúruverndarsinni. „Ég flaug drónanum út og ákvað að sjá hvort ég sæi eitthvað. Svo þegar ég fór að zoom-a ofan í kvíarnar fór ég að sjá hvíta kolla út um allt sem ég hef aldrei séð áður. Ég zoom-aði neðar og nær ofan í kvíarnar, þá kom þetta bara í ljós. Lúsétnir laxar, dauðir laxar, bara orðnir skinnlausir og nánast holdlausir á hausnum. Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Veiga í samtali við fréttastofu . Veiga segist hafa verið hálf orðlaus vegna þess sem hún sá þarna ofan í. „Þetta var skelfilegt. Þetta var sjokkerandi, mér brá. Ég ætlaði ekki að trúa þessu sem ég sá. Ég varð hálf orðlaus. Það var erfitt að hætta að mynda,“ segir Veiga. Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Lax Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Heimildin fjallaði í gær um sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði og greindu frá því að verið væri að farga öllum fiskum í ákveðnum kvíum félagsins vegna lúsafaraldurs þar. Hefur Heimildin það eftir deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun að um milljón eldislaxar hafi drepist eða fargað vegna lúsarinnar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Segir deildarstjórinn að norskur dýralæknir væri staddur hér á landi vegna málsins og að hann hafi aldrei séð neitt jafn slæmt og þetta á þrjátíu ára ferli sínum. Kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók myndir og myndbönd af sjókvíunum fyrir sex dögum síðan. Hún segist ekki hafa séð einn einasta heilbrigða lax þar ofan í. Veiga Grétarsdóttir, náttúruverndarsinni. „Ég flaug drónanum út og ákvað að sjá hvort ég sæi eitthvað. Svo þegar ég fór að zoom-a ofan í kvíarnar fór ég að sjá hvíta kolla út um allt sem ég hef aldrei séð áður. Ég zoom-aði neðar og nær ofan í kvíarnar, þá kom þetta bara í ljós. Lúsétnir laxar, dauðir laxar, bara orðnir skinnlausir og nánast holdlausir á hausnum. Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Veiga í samtali við fréttastofu . Veiga segist hafa verið hálf orðlaus vegna þess sem hún sá þarna ofan í. „Þetta var skelfilegt. Þetta var sjokkerandi, mér brá. Ég ætlaði ekki að trúa þessu sem ég sá. Ég varð hálf orðlaus. Það var erfitt að hætta að mynda,“ segir Veiga.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Lax Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira