Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum reynum við að varpa ljósi á lögreglumál í Úlfarsárdal sem kom upp í nótt. 

Lögregla hefur varist allra frétta eins og er en íbúar á svæðinu tala um að hafa heyrt nokkra skothvelli við fjölbýlishús í hverfinu. Þá mun sérsveit Ríkislögreglustjóra hafa verið kölluð út.

Einnig heyrum við í náttúruverndarsinna sem tók myndir af eldislöxum í Tálknafirði á dögunum sem sýna að allir laxarnir í kvínni eru illa lúsétnir. 

Að auki fjöllum við um ummæli Bjarna Benediktssonar í Osló í gær sem vakið hafa viðbrögð. 

Þá tökum við stöðuna á jarðhræringunum á Reykjanesi. 

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um undirbúning landsliðsins í handbolta fyrir leikina sem framundan eru við Færeyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×