Umfjöllun: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2023 18:31 vísir/vilhelm Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. Stjörnumenn hófu leikinn með látum og komust strax sjö stigum yfir. Valsmenn voru þó fljótir að kveikja á sér eftir og fóru á ellefu stiga hlaup sem gaf þeim fjögurra stiga forystu. Þeir héldu þeirri forystu nokkuð örugglega út fyrri hálfleikinn, alltaf þegar Stjarnan komst nær og virtist líkleg til að jafna gáfu Valsmenn í og tóku fram úr aftur. Sjö stigum munaði milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks. Stjarnan nýtti tímann og stillti strengi sína saman í búningsherberginu. Mættu svo út í seinni háflleikinn með sömu látum og þeir byrjuðu. Fóru á ótrúlega stigahrinu sem tók þá frá því að vera sjö stigum undir í fimm yfir. Valsmenn leituðu svara við sterkum varnarleik Stjörnunnar en fundu þau fá. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta var Stjarnan algjörlega með öll völd á leiknum og sigldi sigrinum að endingu örugglega heim í Garðabæ. Afhverju vann Stjarnan? Þeir hertu varnarleikinn vel og héldu áfram að taka góð skot. Valsmenn brotnuðu undan álagi þegar illa gekk í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór leiddi að sjálfsögðu stigasöfnun sinna manna en Tómas Þórður átti frábæra innkomu af bekknum og setti 14 stig á sautján mínútna spiltíma í kvöld. Nýjustu leikmenn liðsins, Kevin Kone og James Ellisor, áttu báður fínan leik með 50% skotnýtingu. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að krydda upp á sóknarleikinn í seinni hálfleik, það sem þeir reyndu trekk í trekk að gera var bara ekki að virka. Hvað gerist næst? Stjarnan á annan erfiðan útileik sér fyrir höndum gegn Tindastól næsta fimmtudag. Valur heimsækir Hauka degi síðar. Subway-deild karla Valur Stjarnan Tengdar fréttir „Þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla. 2. nóvember 2023 21:36
Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. Stjörnumenn hófu leikinn með látum og komust strax sjö stigum yfir. Valsmenn voru þó fljótir að kveikja á sér eftir og fóru á ellefu stiga hlaup sem gaf þeim fjögurra stiga forystu. Þeir héldu þeirri forystu nokkuð örugglega út fyrri hálfleikinn, alltaf þegar Stjarnan komst nær og virtist líkleg til að jafna gáfu Valsmenn í og tóku fram úr aftur. Sjö stigum munaði milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks. Stjarnan nýtti tímann og stillti strengi sína saman í búningsherberginu. Mættu svo út í seinni háflleikinn með sömu látum og þeir byrjuðu. Fóru á ótrúlega stigahrinu sem tók þá frá því að vera sjö stigum undir í fimm yfir. Valsmenn leituðu svara við sterkum varnarleik Stjörnunnar en fundu þau fá. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta var Stjarnan algjörlega með öll völd á leiknum og sigldi sigrinum að endingu örugglega heim í Garðabæ. Afhverju vann Stjarnan? Þeir hertu varnarleikinn vel og héldu áfram að taka góð skot. Valsmenn brotnuðu undan álagi þegar illa gekk í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór leiddi að sjálfsögðu stigasöfnun sinna manna en Tómas Þórður átti frábæra innkomu af bekknum og setti 14 stig á sautján mínútna spiltíma í kvöld. Nýjustu leikmenn liðsins, Kevin Kone og James Ellisor, áttu báður fínan leik með 50% skotnýtingu. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að krydda upp á sóknarleikinn í seinni hálfleik, það sem þeir reyndu trekk í trekk að gera var bara ekki að virka. Hvað gerist næst? Stjarnan á annan erfiðan útileik sér fyrir höndum gegn Tindastól næsta fimmtudag. Valur heimsækir Hauka degi síðar.
Subway-deild karla Valur Stjarnan Tengdar fréttir „Þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla. 2. nóvember 2023 21:36
„Þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla. 2. nóvember 2023 21:36
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum