Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Íbúafundur stendur nú yfir í Grindavík vegna skjálftavirkni á svæðinu. Við verðum í beinni útsendingu frá Grindavík og förum yfir stöðuna með sérfræðingi.

Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáðist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. Við sýnum sláandi myndir af grálúsugum löxum í fréttatímanum.

Þá förum við yfir stöðuna á Gasa, ræðum við ósátta brimbrettakappa í Þorlákshöfn og verðum í beinni frá útgáfuhófi þar sem ný frasabók verður kynnt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×