Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Viktor Örn Ásgeirsson og Árni Sæberg skrifa 2. nóvember 2023 18:52 „Kvikukoddi“ eða sylla virðist vera að myndast undir Þorbirni. Vísir/Arnar Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. „Við erum með fjölmörg tæki, jarðskjálftamæla og GPS-tæki, svo erum við líka að nýta okkur gervitunglatækni og fjarkönnun, gasmælingar og fleira. Það sem við höfum verið að sjá alveg frá síðasta eldgosi, sem hófst 10. Júlí í sumar, alveg frá því að því lýkur þá sjáumst við að það hefst kvikusöfnun á 10-15 kílómetra dýpi undir Fagradalsfjalli,“ sagði Kristín á upplýsingafundi vegna jarðhræringa á Reykjanesi í dag. Fréttastofa fylgdist vel með fundinum og hægt er að lesa textalýsingu frá honum hér að neðan. Hún segir að merki um landris sjáist frá Krýsuvík að Reykjanestá og það sé svipað og sést hafi í aðdraganda síðustu eldgosa - en það sé öllu hraðara. „Þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni er til marks um kvikusöfnun undir jarðskorpunni. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þessi kvika komst þarna, hvort að hún kom úr þessum kvikusöfnunarstað undir Fagradalsfjalli eða hvort að þessi kvika kom beint að neðan. Og það kannski skiptir ekki beint öllu máli. Núna sjáum við öflugra merki af því við erum með þessa grunnu söfnun þarna,“ heldur Kristín áfram. „Það sem er að gerast núna við Þorbjörn er þetta: Við erum með það sem við köllum syllumyndun, það er innskot sem er að safnast lárétt eins og koddi á sirka fimm kílómetra dýpi. Nýjustu líkönin sýna okkur það. Við erum að mæla þetta landris samfara því,“ segir Kristín. Kristín sýndi mynd af gróflega áætluðum útlínum innskotsins. Samkvæmt myndinni fer syllan yfir á svæði Bláa lónsins.Skjáskot/Veðurstofan Fimm kílómetra dýpi Kristín telur að skjálftavirkni muni halda eitthvað áfram miðað við stöðuna eins og hún er í dag. „Mikilvægasta spurningin sem við þurfum að spyrja okkur núna er það hvort að kvika sé að færast nær yfirborði.“ Hún segir að stærsta verkefnið framundan sé að fylgjast vel með gögnum og skjálftavirkni. Ef kvika er að færast nær yfirborði ætti kvikan að fara áfram eins og ákveðinn gangur. Þannig væri hægt að mæla jarðsig, þar sem kvika er að fara nær yfirborði. Margir GPS-mælar séu á svæðinu sem eigi að geta mælt það hvort að sig sé á jörðu. „Það sem við sjáum núna er að þessir skjálftar eru aðallega á fimm kílómetra dýpi, efstu skjálftarnir eru kannski á svona eins og hálfs kílómetra dýpi. Við erum með sólarhringsvakt á Veðurstofunni, það er ekki bara verið að gera veðurspár heldur erum við alltaf með náttúruvárvötkun og höfum verið með um árabil. Við erum núna auðvitað með sérstakt viðbragð,“ segir Kristín. Áframhaldandi kvikusöfnun gæti endað með eldgosi en svo gæti landrisið einnig hætt og óvissuástandinu aflétt. Þá gætu einnig myndast sprungur eða gliðnun í jörðu án þess að það fari að gjósa. Hraunið kæmi á endanum til bæjarins vari gosið lengi Í lok íbúafundarins gafst bæjarbúum tækifæri á að spyrja frummælendur spurninga. Einar Dagbjartsson beindi spurningu til Kristínar og spurði hvert hraun myndi renna ef kvika kæmi upp þar sem landris er mest um þessar mundir. „Þetta er auðvitað frekar flatt svæði vestan og norðan við Þorbjörn. Þannig að það myndi dreifa úr sér um það svæði til þess að byrja með allavega.“ Grindvíkingar mættu vel á íbúafundinn í íþróttahúsinu í Grindavík.Stöð 2/Sigurjón Þá greip annar bæjarbúi hljóðnemann og spurði hvort Grindavíkurbær yrði í hættu ef til þess kæmi eða meiri áhyggjur væru hafðar af innviðum í kringum bæinn. „Það er auðvitað hætta á ferð miðað við þennan stað, þetta eru ekki margir kílómetrar, það sjá allir.“ Hraunlíkön geri ráð fyrir því að á degi eitt í gosi yrði hraunið ekki komið til Grindavíkur. „Þannig að það er tími, það eru góðar fréttir. En ef gosið varir í lengri tíma þá kemur hraunið hingað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
„Við erum með fjölmörg tæki, jarðskjálftamæla og GPS-tæki, svo erum við líka að nýta okkur gervitunglatækni og fjarkönnun, gasmælingar og fleira. Það sem við höfum verið að sjá alveg frá síðasta eldgosi, sem hófst 10. Júlí í sumar, alveg frá því að því lýkur þá sjáumst við að það hefst kvikusöfnun á 10-15 kílómetra dýpi undir Fagradalsfjalli,“ sagði Kristín á upplýsingafundi vegna jarðhræringa á Reykjanesi í dag. Fréttastofa fylgdist vel með fundinum og hægt er að lesa textalýsingu frá honum hér að neðan. Hún segir að merki um landris sjáist frá Krýsuvík að Reykjanestá og það sé svipað og sést hafi í aðdraganda síðustu eldgosa - en það sé öllu hraðara. „Þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni er til marks um kvikusöfnun undir jarðskorpunni. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þessi kvika komst þarna, hvort að hún kom úr þessum kvikusöfnunarstað undir Fagradalsfjalli eða hvort að þessi kvika kom beint að neðan. Og það kannski skiptir ekki beint öllu máli. Núna sjáum við öflugra merki af því við erum með þessa grunnu söfnun þarna,“ heldur Kristín áfram. „Það sem er að gerast núna við Þorbjörn er þetta: Við erum með það sem við köllum syllumyndun, það er innskot sem er að safnast lárétt eins og koddi á sirka fimm kílómetra dýpi. Nýjustu líkönin sýna okkur það. Við erum að mæla þetta landris samfara því,“ segir Kristín. Kristín sýndi mynd af gróflega áætluðum útlínum innskotsins. Samkvæmt myndinni fer syllan yfir á svæði Bláa lónsins.Skjáskot/Veðurstofan Fimm kílómetra dýpi Kristín telur að skjálftavirkni muni halda eitthvað áfram miðað við stöðuna eins og hún er í dag. „Mikilvægasta spurningin sem við þurfum að spyrja okkur núna er það hvort að kvika sé að færast nær yfirborði.“ Hún segir að stærsta verkefnið framundan sé að fylgjast vel með gögnum og skjálftavirkni. Ef kvika er að færast nær yfirborði ætti kvikan að fara áfram eins og ákveðinn gangur. Þannig væri hægt að mæla jarðsig, þar sem kvika er að fara nær yfirborði. Margir GPS-mælar séu á svæðinu sem eigi að geta mælt það hvort að sig sé á jörðu. „Það sem við sjáum núna er að þessir skjálftar eru aðallega á fimm kílómetra dýpi, efstu skjálftarnir eru kannski á svona eins og hálfs kílómetra dýpi. Við erum með sólarhringsvakt á Veðurstofunni, það er ekki bara verið að gera veðurspár heldur erum við alltaf með náttúruvárvötkun og höfum verið með um árabil. Við erum núna auðvitað með sérstakt viðbragð,“ segir Kristín. Áframhaldandi kvikusöfnun gæti endað með eldgosi en svo gæti landrisið einnig hætt og óvissuástandinu aflétt. Þá gætu einnig myndast sprungur eða gliðnun í jörðu án þess að það fari að gjósa. Hraunið kæmi á endanum til bæjarins vari gosið lengi Í lok íbúafundarins gafst bæjarbúum tækifæri á að spyrja frummælendur spurninga. Einar Dagbjartsson beindi spurningu til Kristínar og spurði hvert hraun myndi renna ef kvika kæmi upp þar sem landris er mest um þessar mundir. „Þetta er auðvitað frekar flatt svæði vestan og norðan við Þorbjörn. Þannig að það myndi dreifa úr sér um það svæði til þess að byrja með allavega.“ Grindvíkingar mættu vel á íbúafundinn í íþróttahúsinu í Grindavík.Stöð 2/Sigurjón Þá greip annar bæjarbúi hljóðnemann og spurði hvort Grindavíkurbær yrði í hættu ef til þess kæmi eða meiri áhyggjur væru hafðar af innviðum í kringum bæinn. „Það er auðvitað hætta á ferð miðað við þennan stað, þetta eru ekki margir kílómetrar, það sjá allir.“ Hraunlíkön geri ráð fyrir því að á degi eitt í gosi yrði hraunið ekki komið til Grindavíkur. „Þannig að það er tími, það eru góðar fréttir. En ef gosið varir í lengri tíma þá kemur hraunið hingað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent