Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Viktor Örn Ásgeirsson og Árni Sæberg skrifa 2. nóvember 2023 18:52 „Kvikukoddi“ eða sylla virðist vera að myndast undir Þorbirni. Vísir/Arnar Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. „Við erum með fjölmörg tæki, jarðskjálftamæla og GPS-tæki, svo erum við líka að nýta okkur gervitunglatækni og fjarkönnun, gasmælingar og fleira. Það sem við höfum verið að sjá alveg frá síðasta eldgosi, sem hófst 10. Júlí í sumar, alveg frá því að því lýkur þá sjáumst við að það hefst kvikusöfnun á 10-15 kílómetra dýpi undir Fagradalsfjalli,“ sagði Kristín á upplýsingafundi vegna jarðhræringa á Reykjanesi í dag. Fréttastofa fylgdist vel með fundinum og hægt er að lesa textalýsingu frá honum hér að neðan. Hún segir að merki um landris sjáist frá Krýsuvík að Reykjanestá og það sé svipað og sést hafi í aðdraganda síðustu eldgosa - en það sé öllu hraðara. „Þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni er til marks um kvikusöfnun undir jarðskorpunni. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þessi kvika komst þarna, hvort að hún kom úr þessum kvikusöfnunarstað undir Fagradalsfjalli eða hvort að þessi kvika kom beint að neðan. Og það kannski skiptir ekki beint öllu máli. Núna sjáum við öflugra merki af því við erum með þessa grunnu söfnun þarna,“ heldur Kristín áfram. „Það sem er að gerast núna við Þorbjörn er þetta: Við erum með það sem við köllum syllumyndun, það er innskot sem er að safnast lárétt eins og koddi á sirka fimm kílómetra dýpi. Nýjustu líkönin sýna okkur það. Við erum að mæla þetta landris samfara því,“ segir Kristín. Kristín sýndi mynd af gróflega áætluðum útlínum innskotsins. Samkvæmt myndinni fer syllan yfir á svæði Bláa lónsins.Skjáskot/Veðurstofan Fimm kílómetra dýpi Kristín telur að skjálftavirkni muni halda eitthvað áfram miðað við stöðuna eins og hún er í dag. „Mikilvægasta spurningin sem við þurfum að spyrja okkur núna er það hvort að kvika sé að færast nær yfirborði.“ Hún segir að stærsta verkefnið framundan sé að fylgjast vel með gögnum og skjálftavirkni. Ef kvika er að færast nær yfirborði ætti kvikan að fara áfram eins og ákveðinn gangur. Þannig væri hægt að mæla jarðsig, þar sem kvika er að fara nær yfirborði. Margir GPS-mælar séu á svæðinu sem eigi að geta mælt það hvort að sig sé á jörðu. „Það sem við sjáum núna er að þessir skjálftar eru aðallega á fimm kílómetra dýpi, efstu skjálftarnir eru kannski á svona eins og hálfs kílómetra dýpi. Við erum með sólarhringsvakt á Veðurstofunni, það er ekki bara verið að gera veðurspár heldur erum við alltaf með náttúruvárvötkun og höfum verið með um árabil. Við erum núna auðvitað með sérstakt viðbragð,“ segir Kristín. Áframhaldandi kvikusöfnun gæti endað með eldgosi en svo gæti landrisið einnig hætt og óvissuástandinu aflétt. Þá gætu einnig myndast sprungur eða gliðnun í jörðu án þess að það fari að gjósa. Hraunið kæmi á endanum til bæjarins vari gosið lengi Í lok íbúafundarins gafst bæjarbúum tækifæri á að spyrja frummælendur spurninga. Einar Dagbjartsson beindi spurningu til Kristínar og spurði hvert hraun myndi renna ef kvika kæmi upp þar sem landris er mest um þessar mundir. „Þetta er auðvitað frekar flatt svæði vestan og norðan við Þorbjörn. Þannig að það myndi dreifa úr sér um það svæði til þess að byrja með allavega.“ Grindvíkingar mættu vel á íbúafundinn í íþróttahúsinu í Grindavík.Stöð 2/Sigurjón Þá greip annar bæjarbúi hljóðnemann og spurði hvort Grindavíkurbær yrði í hættu ef til þess kæmi eða meiri áhyggjur væru hafðar af innviðum í kringum bæinn. „Það er auðvitað hætta á ferð miðað við þennan stað, þetta eru ekki margir kílómetrar, það sjá allir.“ Hraunlíkön geri ráð fyrir því að á degi eitt í gosi yrði hraunið ekki komið til Grindavíkur. „Þannig að það er tími, það eru góðar fréttir. En ef gosið varir í lengri tíma þá kemur hraunið hingað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
„Við erum með fjölmörg tæki, jarðskjálftamæla og GPS-tæki, svo erum við líka að nýta okkur gervitunglatækni og fjarkönnun, gasmælingar og fleira. Það sem við höfum verið að sjá alveg frá síðasta eldgosi, sem hófst 10. Júlí í sumar, alveg frá því að því lýkur þá sjáumst við að það hefst kvikusöfnun á 10-15 kílómetra dýpi undir Fagradalsfjalli,“ sagði Kristín á upplýsingafundi vegna jarðhræringa á Reykjanesi í dag. Fréttastofa fylgdist vel með fundinum og hægt er að lesa textalýsingu frá honum hér að neðan. Hún segir að merki um landris sjáist frá Krýsuvík að Reykjanestá og það sé svipað og sést hafi í aðdraganda síðustu eldgosa - en það sé öllu hraðara. „Þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni er til marks um kvikusöfnun undir jarðskorpunni. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þessi kvika komst þarna, hvort að hún kom úr þessum kvikusöfnunarstað undir Fagradalsfjalli eða hvort að þessi kvika kom beint að neðan. Og það kannski skiptir ekki beint öllu máli. Núna sjáum við öflugra merki af því við erum með þessa grunnu söfnun þarna,“ heldur Kristín áfram. „Það sem er að gerast núna við Þorbjörn er þetta: Við erum með það sem við köllum syllumyndun, það er innskot sem er að safnast lárétt eins og koddi á sirka fimm kílómetra dýpi. Nýjustu líkönin sýna okkur það. Við erum að mæla þetta landris samfara því,“ segir Kristín. Kristín sýndi mynd af gróflega áætluðum útlínum innskotsins. Samkvæmt myndinni fer syllan yfir á svæði Bláa lónsins.Skjáskot/Veðurstofan Fimm kílómetra dýpi Kristín telur að skjálftavirkni muni halda eitthvað áfram miðað við stöðuna eins og hún er í dag. „Mikilvægasta spurningin sem við þurfum að spyrja okkur núna er það hvort að kvika sé að færast nær yfirborði.“ Hún segir að stærsta verkefnið framundan sé að fylgjast vel með gögnum og skjálftavirkni. Ef kvika er að færast nær yfirborði ætti kvikan að fara áfram eins og ákveðinn gangur. Þannig væri hægt að mæla jarðsig, þar sem kvika er að fara nær yfirborði. Margir GPS-mælar séu á svæðinu sem eigi að geta mælt það hvort að sig sé á jörðu. „Það sem við sjáum núna er að þessir skjálftar eru aðallega á fimm kílómetra dýpi, efstu skjálftarnir eru kannski á svona eins og hálfs kílómetra dýpi. Við erum með sólarhringsvakt á Veðurstofunni, það er ekki bara verið að gera veðurspár heldur erum við alltaf með náttúruvárvötkun og höfum verið með um árabil. Við erum núna auðvitað með sérstakt viðbragð,“ segir Kristín. Áframhaldandi kvikusöfnun gæti endað með eldgosi en svo gæti landrisið einnig hætt og óvissuástandinu aflétt. Þá gætu einnig myndast sprungur eða gliðnun í jörðu án þess að það fari að gjósa. Hraunið kæmi á endanum til bæjarins vari gosið lengi Í lok íbúafundarins gafst bæjarbúum tækifæri á að spyrja frummælendur spurninga. Einar Dagbjartsson beindi spurningu til Kristínar og spurði hvert hraun myndi renna ef kvika kæmi upp þar sem landris er mest um þessar mundir. „Þetta er auðvitað frekar flatt svæði vestan og norðan við Þorbjörn. Þannig að það myndi dreifa úr sér um það svæði til þess að byrja með allavega.“ Grindvíkingar mættu vel á íbúafundinn í íþróttahúsinu í Grindavík.Stöð 2/Sigurjón Þá greip annar bæjarbúi hljóðnemann og spurði hvort Grindavíkurbær yrði í hættu ef til þess kæmi eða meiri áhyggjur væru hafðar af innviðum í kringum bæinn. „Það er auðvitað hætta á ferð miðað við þennan stað, þetta eru ekki margir kílómetrar, það sjá allir.“ Hraunlíkön geri ráð fyrir því að á degi eitt í gosi yrði hraunið ekki komið til Grindavíkur. „Þannig að það er tími, það eru góðar fréttir. En ef gosið varir í lengri tíma þá kemur hraunið hingað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira