Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Kristinn Harðarson er framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52
Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51