Skjálftavirknin viðbúin þegar land rís svona hratt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 12:06 Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Egill Aðalsteinsson Stærðarinnar skjálftar hafa riðið yfir norðvestur af Grindavík frá miðnætti, þrír hafa verið yfir fjórum að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir eðlilegt að stærri skjálftar ríði yfir þegar landris verður eins hratt og raunin er við fjallið Þorbjörn. Það þurfi þó ekki að þýði að von sé á gosi. Frá miðnætti hafa yfir tuttugu jarðskjálftar riðið yfir sem mældust yfir 3 að stærð og þrír sem mældust yfir 4 að stærð. Sá stærsti mældist 4,3 og reið yfir laust eftir klukkan átta í morgun með upptök um 4 km norðvestur af Grindavík. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands. „Það má kannski að einhverju leyti eiga von á skjálftavirkni þegar það er að rísa svona hratt eins og er að gerast þarna undir Þorbirni og nú er staðan sú að þetta er ristímabil númer fimm sem við erum í og milli þeirra hefur sigið aðeins. Þannig að núna síðan fyrir tveimur, þremur dögum erum við í rauninni komin í hástöðu ef við horfum á alla viðburðina sem hafa átt sér stað þannig að jarðskorpan er kannski í einhverjum skilningi orðin ennþá meira spennt og fullt af misgengjum þarna sem geta hrokkið til,“ útskýrir Halldór. En má lesa í þessa stóru skjálfta sem riðu yfir í nótt? Þýða stærri og kraftmeiri skjálftar auknar líkur á gosi? „Já og nei. Kvika getur fundið sér leiðir upp um misgengi þannig að þegar hreyfist þá getur orðið auðveldara fyrir kviku að fara þar upp en það sjást engin bein merki um að það sé kvika að koma upp um þessi misgengi. Við allavega sjáum ekki að það sé í neinu magni sem við getum greint enn sem komið er allavega. Stundum er horft miklu frekar til minni jarðskjálfta, þannig að það er runa af litlum jarðskjálftum, þá getur það verið uggvænlegra í ákveðnum skilningi.“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla-og jarðskjálftafræðingur lýsti á íbúafundi í gær þeim mögulegu sviðsmyndum sem gætu orðið í framhaldinu. Ein þeirra fól í sér áframhaldandi skjálftavirkni með skjálftum allt að fimm að stærð. En hvernig er þessi tala reiknuð út? „Það eru ýmsir þættir sem stjórna mestu um stærð jarðskjálfta sem geta orðið á hverjum stað. Þar hefur, hvað getum við sagt, mikið að gera með þykkt hinnar brotgjörnu jarðskorpu þannig að ef að hún er þunn þá getur ekki safnast upp nema bara ákveðið magn af spennu og það ræður síðan stærð jarðskjálftanna sem verða,“ segir Halldór. Reynslan og sagan geti líka verið góður mælikvarði. „Sagan segir okkur að það verði ekki stórir jarðskjálftar þarna í grennd við Grindavík, ekki eins og til dæmis á Suðurlandi eða Norðurlandi út af því að þessi brotgjarni hluti skorpunnar er þynnri.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir 750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23 Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41 Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Frá miðnætti hafa yfir tuttugu jarðskjálftar riðið yfir sem mældust yfir 3 að stærð og þrír sem mældust yfir 4 að stærð. Sá stærsti mældist 4,3 og reið yfir laust eftir klukkan átta í morgun með upptök um 4 km norðvestur af Grindavík. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands. „Það má kannski að einhverju leyti eiga von á skjálftavirkni þegar það er að rísa svona hratt eins og er að gerast þarna undir Þorbirni og nú er staðan sú að þetta er ristímabil númer fimm sem við erum í og milli þeirra hefur sigið aðeins. Þannig að núna síðan fyrir tveimur, þremur dögum erum við í rauninni komin í hástöðu ef við horfum á alla viðburðina sem hafa átt sér stað þannig að jarðskorpan er kannski í einhverjum skilningi orðin ennþá meira spennt og fullt af misgengjum þarna sem geta hrokkið til,“ útskýrir Halldór. En má lesa í þessa stóru skjálfta sem riðu yfir í nótt? Þýða stærri og kraftmeiri skjálftar auknar líkur á gosi? „Já og nei. Kvika getur fundið sér leiðir upp um misgengi þannig að þegar hreyfist þá getur orðið auðveldara fyrir kviku að fara þar upp en það sjást engin bein merki um að það sé kvika að koma upp um þessi misgengi. Við allavega sjáum ekki að það sé í neinu magni sem við getum greint enn sem komið er allavega. Stundum er horft miklu frekar til minni jarðskjálfta, þannig að það er runa af litlum jarðskjálftum, þá getur það verið uggvænlegra í ákveðnum skilningi.“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla-og jarðskjálftafræðingur lýsti á íbúafundi í gær þeim mögulegu sviðsmyndum sem gætu orðið í framhaldinu. Ein þeirra fól í sér áframhaldandi skjálftavirkni með skjálftum allt að fimm að stærð. En hvernig er þessi tala reiknuð út? „Það eru ýmsir þættir sem stjórna mestu um stærð jarðskjálfta sem geta orðið á hverjum stað. Þar hefur, hvað getum við sagt, mikið að gera með þykkt hinnar brotgjörnu jarðskorpu þannig að ef að hún er þunn þá getur ekki safnast upp nema bara ákveðið magn af spennu og það ræður síðan stærð jarðskjálftanna sem verða,“ segir Halldór. Reynslan og sagan geti líka verið góður mælikvarði. „Sagan segir okkur að það verði ekki stórir jarðskjálftar þarna í grennd við Grindavík, ekki eins og til dæmis á Suðurlandi eða Norðurlandi út af því að þessi brotgjarni hluti skorpunnar er þynnri.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir 750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23 Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41 Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23
Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41
Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00