Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 14:56 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu. Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu.
Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira