Enski boltinn

Arteta: Mér líður illa

Dagur Lárusson skrifar
Niðurlútur Arteta.
Niðurlútur Arteta. EPA-EFE/NEIL HALL

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var virkilega ósáttur með myndbandsdómgæsluna í leik liðsins gegn Newcastle í kvöld.

Newcastle skoraði sigurmarkið á 64. mínútu en markið var heldur umdeilt þar sem boltinn virtist hafa farið út af vellinum áður en markið var skorað af Anthony Gordon.

„Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ byrjaði Mikel Arteta að segja.

„Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu,“ hélt Arteta áfram að segja.

„Ég er rosalega stoltur af liðinu mínu og við hefðum aldrei átt að tapa þessum leik, við börðumst allan leikinn og áttum meira skilið en það sem úrslitin gefa til kynna.“

„Auðvitað verðum við að tala um úrslitin en ég get ekki hugsað um neitt annað nema hversu mikið rugl þetta er. Ég verð auðvitað að vera sá sem kemur á fréttamannafundinn og ég þarf að tala um þetta en ég vil það ekki, ég vil bara biðja um hjálp svo að við þurfum ekki að upplifa svona áfram,“ endaði Arteta á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×