Talsverður erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Að minnsta kosti tíu gistu í fangageymslu.
Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað klukkan hálf þrjú í nótt og var einn vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þá var lögregla kölluð til vegna slagsmála klukkan fyrir utan bar klukkan 3.15 og var einn fluttur á lögreglustöð.
Meira var um slagsmál, en rétt fyrir klukkan fjögur í nótt reyndu tveir að hlaupa undan lögreglu vegna slagsmála, en lögregla náði báðum, sem fengu að gista í fangageymslu.
Rétt fyrir klukkan fimm barst lögreglu í miðborg tilkynning um innbrot í fyrirtæki og er málið í rannsókn.