Enski boltinn

Howe: Leit út eins og venju­legt mark fyrir mér

Dagur Lárusson skrifar
Eddie Howe.
Eddie Howe. Vísir/Getty

Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt.

Newcastle hafði betur 1-0 með heldur umdeildu sigurmarki frá Anthony Gordon sem Mikel Arteta var allt annað en sáttur með eftir leik. Howe er ekki sammála Arteta og spyr hvort að hann hafi séð eitthvað annað en allir aðrir.

„Við stöndum saman á hliðarlínunni og sjáum að myndbandsdómgæslan er að skoða þetta en við sjáum engar myndir eða neitt þannig og þess vegna hef ég ekki séð neitt heldur en það sem ég sá í rauntíma, þetta leit út eins og venjulegt mark fyrir mér,“ byrjaði Howe að segja.

„Kannski sá hann eitthvað sem ég sá ekki, eins og ég segi þá hef ég bara séð það sem ég sá í rauntíma. Ég veit ekkert hvað þeir voru að skoða í myndbandsdómgæslunni og þess vegna var ég að bíða eins og allir aðrir á vellinum. Þeir voru að athuga með þrjá hluti og þess vegna fannst manni líklegt að þeir myndu finna eitthvað til þess að ógilda markið en svo var ekki.“

„Þrír hlutir sem þeir skoðuðu og samt var markið gilt og þess vegna tel ég að það hafi verið rétta ákvörðunin,“ endaði Eddie Howe að segja.


Tengdar fréttir

Arteta: Mér líður illa

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var virkilega ósáttur með myndbandsdómgæsluna í leik liðsins gegn Newcastle í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×