„Við verðum að kunna okkur hóf í notkuninni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. nóvember 2023 23:50 Sigurður Ingi leggur áherslu á að frumvarpið fái umfjöllun í þinginu sem fyrst. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra leggur áherslu á að frumvarp sem tekur á notkun rafhlaupahjóla fái meðferð í þinginu sem fyrst. Þó hjólin séu fínasta samgöngubót verði fólk að kunna sér hóf. Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- og heilaskaða eftir slys á rafhlaupahjóli. Um fjórðungur allra umferðaslysa verða á hjólunum. Líkt og kom fram í þættinum hefur samgönguráðherra boðað aukið regluverk í kringum hjólin í frumvarpi sem nú liggur í samráðsgátt. Gert er ráð fyrir að lögreglan fái heimildir til að taka á ölvunarakstri, aldursskilyrði sett og fleiri atriði. Hann segir frumvarpið væntanlegt í þingið á næstu vikum. „Ég hef nú bara verið að leggja áherslu á að koma því fyrst þangað inn, ég held að á þeim tíma sem það kom fram upphaflega þá voru kannski meira skiptar skoðanir um ákveðna hluti þess sem þar eru sem ég held að menn hafi í dag í ljósi mjög margra alvarlegra slysa meiri skilning á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Norðurlöndin hafa flest gripið til einhverra takmarkana þegar kemur að notkun leiguhjóla og svipar frumvarp Sigurðar til þeirra skrefa sem Norðmenn hafa tekið. „Og þeir eru komnir með tölur um ótrúlegan árangur af þessari leið sem þeir fóru og er nokkuð sambærileg þeirri sem við ætlum að fara. Áskorunin er alls staðar sú sama. Þetta er ný og frábær tækni til samgangna en við verðum einhvern veginn að kunna okkur hóf í notkuninni.“ Hann segist ekki eiga von á öðru en að frumvarpið verði samþykkt. „Einfaldlega held ég að þessi fjöldi slysa sem hefur ratað í umræðuna sem er ágætt til að vara fólk við og sú staðreynt að einn fjórði af öllum alvarlegum slysum í landinu eru vegna þessarar notkunar og oft hjá börnum og ungmenni, þá hljótum við að vera tilbúin að skoða að setja einhvers konar regluverk í kringum það.“ Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Umferðaröryggi Heilbrigðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00 Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51 Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- og heilaskaða eftir slys á rafhlaupahjóli. Um fjórðungur allra umferðaslysa verða á hjólunum. Líkt og kom fram í þættinum hefur samgönguráðherra boðað aukið regluverk í kringum hjólin í frumvarpi sem nú liggur í samráðsgátt. Gert er ráð fyrir að lögreglan fái heimildir til að taka á ölvunarakstri, aldursskilyrði sett og fleiri atriði. Hann segir frumvarpið væntanlegt í þingið á næstu vikum. „Ég hef nú bara verið að leggja áherslu á að koma því fyrst þangað inn, ég held að á þeim tíma sem það kom fram upphaflega þá voru kannski meira skiptar skoðanir um ákveðna hluti þess sem þar eru sem ég held að menn hafi í dag í ljósi mjög margra alvarlegra slysa meiri skilning á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Norðurlöndin hafa flest gripið til einhverra takmarkana þegar kemur að notkun leiguhjóla og svipar frumvarp Sigurðar til þeirra skrefa sem Norðmenn hafa tekið. „Og þeir eru komnir með tölur um ótrúlegan árangur af þessari leið sem þeir fóru og er nokkuð sambærileg þeirri sem við ætlum að fara. Áskorunin er alls staðar sú sama. Þetta er ný og frábær tækni til samgangna en við verðum einhvern veginn að kunna okkur hóf í notkuninni.“ Hann segist ekki eiga von á öðru en að frumvarpið verði samþykkt. „Einfaldlega held ég að þessi fjöldi slysa sem hefur ratað í umræðuna sem er ágætt til að vara fólk við og sú staðreynt að einn fjórði af öllum alvarlegum slysum í landinu eru vegna þessarar notkunar og oft hjá börnum og ungmenni, þá hljótum við að vera tilbúin að skoða að setja einhvers konar regluverk í kringum það.“
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Umferðaröryggi Heilbrigðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00 Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51 Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00
Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51
Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00
Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00