Enski boltinn

Pochettino: Ég er við­búinn hverju sem er

Dagur Lárusson skrifar
Maurico Pochettino mætir á sinn gamla heimavell á morgun.
Maurico Pochettino mætir á sinn gamla heimavell á morgun. getty

Mauricio Pochettino mætir á sinn gamla heimavöll á morgun er Chelsea mætir Tottenham á Tottenham Hotspur leikvangnum.

Eins og vitað er stýrði Pochettino Tottenham frá árinu 2014 þar til hann var rekinn árið 2019. Undir hans stjórn spilaði Tottenham til dæmis til úrslita í Meistaradeild Evrópu árið 2019 en nú stýrir hann Chelsea og eru stuðningsmenn Tottenham allt annað en sáttir með það.

Mikið hefur verið rætt um það fyrir leikinn á morgun hvernig stuðningsmenn Tottenham munu taka við Pochettino en Argentínumaðurinn segist vera viðbúin hverju sem er.

„Ég er viðbúinn hverju sem er og ég mun sætta mig við hvað sem mun gerast. Ég ákvað ekki að fara frá félaginu, ég var rekinn,“ byrjaði Pochettino að segja.

„Ég er samt ekki að gagnrýna félagið, en staðreyndin er sú að við vorum reknir. Hver veit, ef við hefðum ekki verið reknir þá værum við kannski enn hjá Tottenham,“ endaði Pochettino að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×