Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 12:01 Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum. AP/Fareed Khan Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. Í gær var mánuður liðinn frá því árásarsveit innan Hamas samtakanna gerði árás á óbreytta borgara í Ísrael sem Ísraelsher hefur síðan svarað með látlausum loftárásum á Gazasvæðið og Gazaborg. Hundruð Ísraela féllu í árásum Hamasliða sem einnig tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu en rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela, þarf af rúmlega fjögur þúsund börn. Fjöldi hefurs særst og gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á innviðum á Gaza. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir það ekki þola bið að Alþingi ræði og taki afstöðu til átakanna á Gaza vegna þess að utanríkisstefna Íslands hafi ekki komið skýrt fram hingað til.Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælir fyrir dagskrártillögu á Alþingi við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag um að málið verði nú þegar tekið til umræðu. En Píratar hafa ásamt öllum þingmönnum Samfylkingarinnar og tveimur þingmönnum Vinstri grænna lagt fram þingsályktun þar sem árásir Ísraela eru fordæmdar og tafarlaus vopnahlés krafist. „Okkur finnst mikilvægt að kalla eftir afstöðu þingsins til þess hvort ekki þurfi að ræða þetta mikilvæga mál eins fljótt og unnt er. Það er kannski aðalatriðið. Það er liðinn mánuður frá því að þessi átök brutust út og enn hefur þingið í raun ekkert aðhafst í því. Varðandi sína afstöðu eða gagnvart ríkisstjórninni. Okkur finnst mikilvægt að afstaða þingsins gagnvart því,“ segir Þórhildur Sunna. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Það væri erfitt að segja til um hvenær málið kæmist annars á dagskrá Alþingis þar sem stjórnarandstaðan stjórnaði ekki dagskrá þess. Mögulega gæfist rými fyrir málið á morgun en engin loforð hefðu verið gefin um það að hálfu forseta Alþingis. Hugur þingmanna til málsins muni hins vegar endurspeglast í atkvæðagreiðslu um dagskrártillöguna í dag. Hátt í þrjú hundruð manns mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í gær og kröfðust þess að stjórnvöld fordæmdu árásir Ísraelshers og að þau kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi.Vísir/Vilhelm „Burt séð frá því hvort okkar ályktun verður samþykkt eða mögulega einhver önnur, er mjög mikilvægt að þingið láti til sín taka í ljósi þessa fordæmalausa ástands að utanríkisstefna Íslands er ekki skýr þegar kemur að þessum átökum. Það hefur ekki komið fram skýrt ákall um vopnahlé strax sem ég held að sé það sem meirihluti þingmanna standi að baki og við vitum að forsætisráðherra styður,“ segir þingflokksformaður Pírata. Píratar væru opnir fyrr sameiginlegri tillögu ef samstaða skapaðist um það á þinginu, enda engar horfur á að ástandið færi batnandi á Gaza. „Það má ekki bíða með að koma á vopnahléi. Við getum ekki beðið eftir einhverjum rannsóknum á því hvort stríðsglæpir hafi verið framdir. Það er nú nokkuð ljóst að þeir hafa verið framdir og það er mjög mikilvægt að stöðva áframhald þeirra ekki seinna en strax,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. 8. nóvember 2023 06:43 Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. 7. nóvember 2023 22:30 Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. 7. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í gær var mánuður liðinn frá því árásarsveit innan Hamas samtakanna gerði árás á óbreytta borgara í Ísrael sem Ísraelsher hefur síðan svarað með látlausum loftárásum á Gazasvæðið og Gazaborg. Hundruð Ísraela féllu í árásum Hamasliða sem einnig tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu en rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela, þarf af rúmlega fjögur þúsund börn. Fjöldi hefurs særst og gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á innviðum á Gaza. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir það ekki þola bið að Alþingi ræði og taki afstöðu til átakanna á Gaza vegna þess að utanríkisstefna Íslands hafi ekki komið skýrt fram hingað til.Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælir fyrir dagskrártillögu á Alþingi við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag um að málið verði nú þegar tekið til umræðu. En Píratar hafa ásamt öllum þingmönnum Samfylkingarinnar og tveimur þingmönnum Vinstri grænna lagt fram þingsályktun þar sem árásir Ísraela eru fordæmdar og tafarlaus vopnahlés krafist. „Okkur finnst mikilvægt að kalla eftir afstöðu þingsins til þess hvort ekki þurfi að ræða þetta mikilvæga mál eins fljótt og unnt er. Það er kannski aðalatriðið. Það er liðinn mánuður frá því að þessi átök brutust út og enn hefur þingið í raun ekkert aðhafst í því. Varðandi sína afstöðu eða gagnvart ríkisstjórninni. Okkur finnst mikilvægt að afstaða þingsins gagnvart því,“ segir Þórhildur Sunna. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Það væri erfitt að segja til um hvenær málið kæmist annars á dagskrá Alþingis þar sem stjórnarandstaðan stjórnaði ekki dagskrá þess. Mögulega gæfist rými fyrir málið á morgun en engin loforð hefðu verið gefin um það að hálfu forseta Alþingis. Hugur þingmanna til málsins muni hins vegar endurspeglast í atkvæðagreiðslu um dagskrártillöguna í dag. Hátt í þrjú hundruð manns mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í gær og kröfðust þess að stjórnvöld fordæmdu árásir Ísraelshers og að þau kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi.Vísir/Vilhelm „Burt séð frá því hvort okkar ályktun verður samþykkt eða mögulega einhver önnur, er mjög mikilvægt að þingið láti til sín taka í ljósi þessa fordæmalausa ástands að utanríkisstefna Íslands er ekki skýr þegar kemur að þessum átökum. Það hefur ekki komið fram skýrt ákall um vopnahlé strax sem ég held að sé það sem meirihluti þingmanna standi að baki og við vitum að forsætisráðherra styður,“ segir þingflokksformaður Pírata. Píratar væru opnir fyrr sameiginlegri tillögu ef samstaða skapaðist um það á þinginu, enda engar horfur á að ástandið færi batnandi á Gaza. „Það má ekki bíða með að koma á vopnahléi. Við getum ekki beðið eftir einhverjum rannsóknum á því hvort stríðsglæpir hafi verið framdir. Það er nú nokkuð ljóst að þeir hafa verið framdir og það er mjög mikilvægt að stöðva áframhald þeirra ekki seinna en strax,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. 8. nóvember 2023 06:43 Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. 7. nóvember 2023 22:30 Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. 7. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58
Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. 8. nóvember 2023 06:43
Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. 7. nóvember 2023 22:30
Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. 7. nóvember 2023 19:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent