Arsenal er komið langleiðina með að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Sevilla í kvöld. Leikurinn fór fram á Emirates leikvanginum í Lundúnum, heimamennirnir Leandro Trossard og Bukayo Saka settu mörkin.
Gabriel Martinelli átti stórleik á vinstri væng heimamanna, hann fór oft á tíðum illa með Juanlu Sánchéz, hægri bakvörð Sevilla, og komst framhjá honum níu sinnum í leiknum.
Gabi has absolutely destroyed that RB 😂 pic.twitter.com/5Vw9b1Ni4S
— Gooner Chris (@ArsenalN7) November 8, 2023
Arsenal situr í efsta sæti riðilsins með 9 stig úr fyrstu fjórum leikjunum, Sevilla hefur tapað öllum sínum leikjum. Lens og PSV sitja jöfn með fimm stig í sætunum fyrir neðan Arsenal, þau eiga bæði eftir að spila við Sevilla og Arsenal í síðustu tveimur umferðunum.