Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2023 08:11 Andleg og líkamleg örmögnun. Maja Hitij/Getty Images FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. Leikurinn var í raun hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið ætlaði sér að vera með í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum. Bæði lið höfðu misst niður leiki gegn Galatasaray, FCK var 2-0 yfir í Tyrklandi en leiknum lauk 2-2 og Man United tapaði fyrir Tyrkjunum á Old Trafford. Þó blaðamaður hafi mætt á Meistaradeildarleiki FCK sem starfsmaður Vísis á síðustu leiktíð, og þó nokkra sem stuðningsmaður heimaliðsins undanfarin misseri, þá var stærsta breytan hér að blaðamaður er fárveikur stuðningsmaður Man United. Það þýddi að það voru töluvert meiri tilfinningar í spilinu en í hefðbundnum fótboltaleik. FC Kaupmannahöfn og Man United voru að mætast í annað sinn á skömmum tíma. Man Utd vann fyrri leik liðanna með minnsta mun á Old Trafford. André Onana átti þann sigur einn síns liðs en í blálok leiksins varði hann vítaspyrnu Jordan Larsson og sá til þess að Rauðu djöflarnir gátu enn látið sig dreyma um sæti í 16-liða úrslitum. Eftir leikinn nefndi Jacob Neestrup, þjálfari FCK, að ekki væri hægt að bera saman stemninguna á Parken og á Old Trafford. Þó S12 - háværasta stuðningsfólki heimaliðsins - hafi verið stranglega bannað að hoppa þá breytti það því ekki að fólk var mætt í raðir rúmum fjórum tímum fyrir leik. FC Copenhagen coach Jacob Neestrup says Parken Stadium atmosphere will be 100 times more intense than Old Trafford against Man Utd tonight. Home end almost full an hour before KO, so he might be right pic.twitter.com/YBG6Zzv0xT— Mark Ogden (@MarkOgden_) November 8, 2023 Reglan í S12 er nefnilega þannig, fyrstur kemur fyrstur fær. Það verður seint hægt að saka Neestrup um lygar en S12 var svo gott sem pökkuð upp í rjáfur klukkutíma fyrir leik. S12 stóð fyrir sínu en þegar liðin voru að ganga inn á völlinn var flennistór tifo dregin yfir stóran hluta S12. Þar voru leikmenn Man United boðnir velkomnir í leikhús martraða sinna en eins og flest vita þá er Old Trafford, heimavöllur Man Utd, oftar en ekki kallaður Leikhús draumanna. Nafn með rentu.Maja Hitij/Getty Images Í upphafi leiks virtist sem öll lætin í stuðningsfólki heimaliðsins hafi hins vegar gefið gestunum byr undir báða vængi. Fyrri hálfleikur, sem er einn sá ótrúlegasti sem blaðamaður hefur orðið vitni af, byrjaði hreint út sagt frábærlega ef maður er stuðningsmaður Man United. Rasmus Højlund líkar lífið vel á Parken og skoraði strax á 3. mínútu leiksins. Tíu mínútum eftir markið meiddist Jonny Evans, miðvörður Man Utd, og á meðan Raphaël Varane gerði sig kláran í að koma inn hljóp stuðningsmaður Palestínu óáreittur inn á völlinn. Komst hann á miðjan völlinn og í raun aftur út af honum þar sem hann hreinlega beið eftir að gæslan næði sér. Stuðningsmaðurinn hefði getað hlaupið eins marga hringi og hann vildi.Maja Hitij/Getty Images Um miðbik hálfleiksins þurftu sjúkraliðar vallarins að aðstoða einstakling í stúkunni og við það stöðvaðist leikurinn í dágóða stund. Í þann mund sem vallarþulurinn tilkynnti að einstaklingurinn væri með meðvitund skoraði Højlund og stuðningsmenn Man United gjörsamlega trylltust. Eftir að hafa verið kaffærðir framan af leik, enda 3000 á móti 30.000, þá fundu stuðningsmennirnir frá Manchester rödd sína. Vængirnir sem leik- og stuðningsmenn Man Utd svifu um á voru hins vegar snögglega klipptir af þeim. Marcus Rashford og Elias Jelert lentu í árekstri og Rashford steig á fótlegg Jelerts. Dómari leiksins ætlaði ekki að aðhafast neitt í málinu en fór á endanum í hinn fræga VAR-skjá á hliðarlínunni. Niðurstaðan var rautt spjald á Rashford og við það hrundi leikur Man United eins og illa uppsett spilaborg. Leikmenn Man United trúa ekki eigin augum.James Gill/Getty Images Það er eitt að lenda manni undir en það er annað að leggja hreinlega árar í bát og gefast upp. Upp úr aukaspyrnunni fór boltinn í slánna á marki Onana og á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik minnkaði Mohamed Elyounoussi muninn. Það var þrettán mínútum bætt við fyrri hálfleik og það var næsta öruggt að staðan yrði jöfn þegar liðin myndu ganga til búningsherbergja. Á 54. mínútu fyrri hálfleiks kom jöfnunarmarkið eftir að vítaspyrna var dæmd þar sem boltinn fór hendina á Varane eða Harry Maguire. Hinn portúgalski Diogo Gonçalves fór á punktinn og jafnaði metin í 2-2. Þakið svo gott sem rifnaði af Parken í fagnaðarlátum heimaliðsins á meðan leikmenn gestanna virtust einfaldlega sigraðir. Það var ekki mikið líf í stuðningsfólki Man Utd en það lét þó dómarateymið heyra það á leið þeirra til búningsherbergja í hálfleik. Allt jafnt.Maja Hitij/Getty Images Síðari hálfleikur var heldur rólegri, hvorugt lið vildi fá á sig heimskulegt mark og liðin eflaust enn að jafna sig á fyrri hálfleiknum. VAR-vitleysa kvöldsins hélt svo áfram þegar gestirnir fengu vítaspyrnu upp úr þurru á 69. mínútu leiksins. Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Allt í einu lifnaði yfir stuðningsfólki gestanna og markið gaf leikmönnum Man Utd aftur trú á verkefninu. Að því sögðu þá misstu heimamenn aldrei trú, eitthvað sem Neestrup nefndi á blaðamannafundi eftir leik. Það var svo á 83. mínútu sem Lukas Lerager dúkkaði upp á fjær og jafnaði metin í 3-3. Diogo Dalot, vinstri bakvörður Man Utd í leiknum, var sem rotaður og virtist ekki detta í hug að leikmaður FCK gæti verið á bakvið hann. Örvæntingin uppmáluð hjá Dalot hér sem hefði í besta falli gefið víti hefði varnarleikur hans gengið upp.James Gill/Getty Images Á leið inn í búningsklefa að leik loknum virtist Højlund leggja Dalot línurnar og fara yfir hvernig maður sér mann og bolta. Endaði það með því að þeir öskruðu á hvorn annan dágóða stund og í raun allt þangað til hurðin inn í búningsklefa gestaliðsins lokaðist. Það var svo 87. mínútu sem hinn 17 ára gamli Roony Bardghji veitti náðarhöggið. Boltinn féll fyrir fætur hans í teignum og Roony þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um, hann lúðraði boltanum hreinlega á markið með þeim afleiðingum að það var Parken væri við það að hrynja. Slík voru fagnaðarlætin. Leiknum lauk með 4-3 sigri heimaliðsins og það verður að segjast að leikurinn var einkennandi fyrir bæði lið. Í hvíta horninu ertu með lið sem neitar og hreinlega kann ekki að gefast upp. Tala nú ekki um undir ljósunum á Parken í Meistaradeildinni. Hinn tvítugi Jelert fagnar með hinum 17 ára Roony.James Gill/Getty Images Í rauða horninu ertu svo með Manchester United, lið sem er andlega og líkamlega brotið eftir mörg mögur ár. Fyrir hvert gott ár koma tvö slæm ár. Það er eins og leikmennirnir viti það, það er eins og þjálfarateymið viti það og það sem verra er það er eins og stuðningsfólkið viti það. Hvert Man United fer úr þessu kemur í ljós en manni líður eins og félagið hafi loks náð botninum. Hversu oft ætli stuðningsfólk Man Utd hafi spurt sig að því hvort botninum sé náð síðasta áratuginn? Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Leikurinn var í raun hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið ætlaði sér að vera með í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum. Bæði lið höfðu misst niður leiki gegn Galatasaray, FCK var 2-0 yfir í Tyrklandi en leiknum lauk 2-2 og Man United tapaði fyrir Tyrkjunum á Old Trafford. Þó blaðamaður hafi mætt á Meistaradeildarleiki FCK sem starfsmaður Vísis á síðustu leiktíð, og þó nokkra sem stuðningsmaður heimaliðsins undanfarin misseri, þá var stærsta breytan hér að blaðamaður er fárveikur stuðningsmaður Man United. Það þýddi að það voru töluvert meiri tilfinningar í spilinu en í hefðbundnum fótboltaleik. FC Kaupmannahöfn og Man United voru að mætast í annað sinn á skömmum tíma. Man Utd vann fyrri leik liðanna með minnsta mun á Old Trafford. André Onana átti þann sigur einn síns liðs en í blálok leiksins varði hann vítaspyrnu Jordan Larsson og sá til þess að Rauðu djöflarnir gátu enn látið sig dreyma um sæti í 16-liða úrslitum. Eftir leikinn nefndi Jacob Neestrup, þjálfari FCK, að ekki væri hægt að bera saman stemninguna á Parken og á Old Trafford. Þó S12 - háværasta stuðningsfólki heimaliðsins - hafi verið stranglega bannað að hoppa þá breytti það því ekki að fólk var mætt í raðir rúmum fjórum tímum fyrir leik. FC Copenhagen coach Jacob Neestrup says Parken Stadium atmosphere will be 100 times more intense than Old Trafford against Man Utd tonight. Home end almost full an hour before KO, so he might be right pic.twitter.com/YBG6Zzv0xT— Mark Ogden (@MarkOgden_) November 8, 2023 Reglan í S12 er nefnilega þannig, fyrstur kemur fyrstur fær. Það verður seint hægt að saka Neestrup um lygar en S12 var svo gott sem pökkuð upp í rjáfur klukkutíma fyrir leik. S12 stóð fyrir sínu en þegar liðin voru að ganga inn á völlinn var flennistór tifo dregin yfir stóran hluta S12. Þar voru leikmenn Man United boðnir velkomnir í leikhús martraða sinna en eins og flest vita þá er Old Trafford, heimavöllur Man Utd, oftar en ekki kallaður Leikhús draumanna. Nafn með rentu.Maja Hitij/Getty Images Í upphafi leiks virtist sem öll lætin í stuðningsfólki heimaliðsins hafi hins vegar gefið gestunum byr undir báða vængi. Fyrri hálfleikur, sem er einn sá ótrúlegasti sem blaðamaður hefur orðið vitni af, byrjaði hreint út sagt frábærlega ef maður er stuðningsmaður Man United. Rasmus Højlund líkar lífið vel á Parken og skoraði strax á 3. mínútu leiksins. Tíu mínútum eftir markið meiddist Jonny Evans, miðvörður Man Utd, og á meðan Raphaël Varane gerði sig kláran í að koma inn hljóp stuðningsmaður Palestínu óáreittur inn á völlinn. Komst hann á miðjan völlinn og í raun aftur út af honum þar sem hann hreinlega beið eftir að gæslan næði sér. Stuðningsmaðurinn hefði getað hlaupið eins marga hringi og hann vildi.Maja Hitij/Getty Images Um miðbik hálfleiksins þurftu sjúkraliðar vallarins að aðstoða einstakling í stúkunni og við það stöðvaðist leikurinn í dágóða stund. Í þann mund sem vallarþulurinn tilkynnti að einstaklingurinn væri með meðvitund skoraði Højlund og stuðningsmenn Man United gjörsamlega trylltust. Eftir að hafa verið kaffærðir framan af leik, enda 3000 á móti 30.000, þá fundu stuðningsmennirnir frá Manchester rödd sína. Vængirnir sem leik- og stuðningsmenn Man Utd svifu um á voru hins vegar snögglega klipptir af þeim. Marcus Rashford og Elias Jelert lentu í árekstri og Rashford steig á fótlegg Jelerts. Dómari leiksins ætlaði ekki að aðhafast neitt í málinu en fór á endanum í hinn fræga VAR-skjá á hliðarlínunni. Niðurstaðan var rautt spjald á Rashford og við það hrundi leikur Man United eins og illa uppsett spilaborg. Leikmenn Man United trúa ekki eigin augum.James Gill/Getty Images Það er eitt að lenda manni undir en það er annað að leggja hreinlega árar í bát og gefast upp. Upp úr aukaspyrnunni fór boltinn í slánna á marki Onana og á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik minnkaði Mohamed Elyounoussi muninn. Það var þrettán mínútum bætt við fyrri hálfleik og það var næsta öruggt að staðan yrði jöfn þegar liðin myndu ganga til búningsherbergja. Á 54. mínútu fyrri hálfleiks kom jöfnunarmarkið eftir að vítaspyrna var dæmd þar sem boltinn fór hendina á Varane eða Harry Maguire. Hinn portúgalski Diogo Gonçalves fór á punktinn og jafnaði metin í 2-2. Þakið svo gott sem rifnaði af Parken í fagnaðarlátum heimaliðsins á meðan leikmenn gestanna virtust einfaldlega sigraðir. Það var ekki mikið líf í stuðningsfólki Man Utd en það lét þó dómarateymið heyra það á leið þeirra til búningsherbergja í hálfleik. Allt jafnt.Maja Hitij/Getty Images Síðari hálfleikur var heldur rólegri, hvorugt lið vildi fá á sig heimskulegt mark og liðin eflaust enn að jafna sig á fyrri hálfleiknum. VAR-vitleysa kvöldsins hélt svo áfram þegar gestirnir fengu vítaspyrnu upp úr þurru á 69. mínútu leiksins. Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Allt í einu lifnaði yfir stuðningsfólki gestanna og markið gaf leikmönnum Man Utd aftur trú á verkefninu. Að því sögðu þá misstu heimamenn aldrei trú, eitthvað sem Neestrup nefndi á blaðamannafundi eftir leik. Það var svo á 83. mínútu sem Lukas Lerager dúkkaði upp á fjær og jafnaði metin í 3-3. Diogo Dalot, vinstri bakvörður Man Utd í leiknum, var sem rotaður og virtist ekki detta í hug að leikmaður FCK gæti verið á bakvið hann. Örvæntingin uppmáluð hjá Dalot hér sem hefði í besta falli gefið víti hefði varnarleikur hans gengið upp.James Gill/Getty Images Á leið inn í búningsklefa að leik loknum virtist Højlund leggja Dalot línurnar og fara yfir hvernig maður sér mann og bolta. Endaði það með því að þeir öskruðu á hvorn annan dágóða stund og í raun allt þangað til hurðin inn í búningsklefa gestaliðsins lokaðist. Það var svo 87. mínútu sem hinn 17 ára gamli Roony Bardghji veitti náðarhöggið. Boltinn féll fyrir fætur hans í teignum og Roony þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um, hann lúðraði boltanum hreinlega á markið með þeim afleiðingum að það var Parken væri við það að hrynja. Slík voru fagnaðarlætin. Leiknum lauk með 4-3 sigri heimaliðsins og það verður að segjast að leikurinn var einkennandi fyrir bæði lið. Í hvíta horninu ertu með lið sem neitar og hreinlega kann ekki að gefast upp. Tala nú ekki um undir ljósunum á Parken í Meistaradeildinni. Hinn tvítugi Jelert fagnar með hinum 17 ára Roony.James Gill/Getty Images Í rauða horninu ertu svo með Manchester United, lið sem er andlega og líkamlega brotið eftir mörg mögur ár. Fyrir hvert gott ár koma tvö slæm ár. Það er eins og leikmennirnir viti það, það er eins og þjálfarateymið viti það og það sem verra er það er eins og stuðningsfólkið viti það. Hvert Man United fer úr þessu kemur í ljós en manni líður eins og félagið hafi loks náð botninum. Hversu oft ætli stuðningsfólk Man Utd hafi spurt sig að því hvort botninum sé náð síðasta áratuginn?
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira