Létu ekki brenna líkin sem hrönnuðust upp Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 19:20 Rekstur útfararstofunnar hefur gengið brösulega frá því hún var opnuð árið 2017. Minnst 189 lík fundust í húsnæðinu í síðasta mánuði en svo virðist sem um sé að ræða lík sem áttu að vera brennd. AP/Jerilee Bennett Eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum og eiginkona hans voru handtekinn í dag en minnst 189 lík fundust nýverið í húsnæði þeirra. Líkamsleifarnar eru sagðar í misslæmu ásigkomulagi en þær fundust þann 4. október þegar fólk kvartaði undan lykt. Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson. Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44
Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10