Enski boltinn

Abramovich bauðst til að frelsa föður John Obi Mikel

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jon Obi Mikel.
Jon Obi Mikel. Vísir/Getty

John Obi Mikel, fyrrum landsliðsmaður Nígeríu og leikmaður Chelsea, hefur lagt Luis Díaz, leikmanni Liverpool, góð ráð eftir að föður þess síðarnefnda var rænt. Obi Mikel hefur tvívegis gengið í gegnum sambærilegt mál. 

Luis Manuel Díaz, faðir knattspyrnumannsins Luis Díaz sem leikur hjá Liverpool, hefur verið í haldi mannræningja í tæpar tvær vikur. Kólumbísku skæruliðasamtökin ELN hafa lýst yfir ábyrgð í málinu og lofuðu því að sleppa honum eins fljótt og auðir er, en hafa ekki látið verða af því. 

Málið hefur vakið mikla athygli í knattspyrnuheiminum en er ekki það fyrsta sinnar tegundar. 

John Obi Mikel sagði frá því í hlaðvarpi talkSport að föður hans hafi verið rænt rétt áður en hann steig út á völl gegn Argentínu á HM 2018. Það var ekki í fyrsta skipti sem föður hans, Pa Michael Obi, var rænt en hann var einnig í haldi mannræningja í 10 daga árið 2011. 

Hann gaf Luis Díaz góð ráð og hvatti hann til að halda ró sinni og gera allt sem hann gæti til að tryggja öryggi föður síns. Obi Mikel sagði Chelsea hafa sýnt sér mikinn stuðning í gegnum ferlið og þá sérstaklega eigandi félagsins á þeim tíma, Roman Abramovich. 

„Ég man eftir símtali frá Roman [Abramovich] þar sem hann sagði, viltu að ég sendi mitt fólk á staðinn? Ég veit að ef ég sendi mitt fólk, þá getum við leyst föður þinn úr haldi.“

Obi Mikel spurði Abramovich hvernig hann ætlaði að fara að því að en Abramovich sagði honum að hafa ekki áhyggjur af því, hann gæti auðveldlega leyst föður hans ef leikmaðurinn gæfi leyfi. 

Auðkýfingurinn er vel tengdur innan Rússlands, sinnti herþjónustu í landinu og þekkir vel til Vladímir Putin, forseta landsins og fyrrum yfirmanns sovésku leyniþjónustunnar KGB. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×