Hafnar því að hafa útilokað Önnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:16 Heimir segir að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum um breytta gjaldskrá leikskóla á Akureyri. Vísir Formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar hafnar því að hafa útilokað formann verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á fræðslufundi á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu um breytingar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“ Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“
Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira