Fyrirtæki De Niro gert að greiða aðstoðarmanni hans 170 milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 23:59 De Niro fyrir utan dómssal í gær. AP Canal Productions, fyrirtæki Roberts De Niro, var í dag dæmt til að greiða fyrrverandi aðstoðarkonu hans 170 milljónir króna í skaðabætur fyrir illa meðferð og kynjamismunun. Graham Chase Robinson, sem starfaði sem aðstoðarkona De Niro frá 2008 til 2019, hefur sakað hann um illa meðferð en þrátt fyrir að hafa verið titluð varaforseti framleiðslu og fjármála hjá framleiðslufyrirtæki De Niro, Canal Productions, og verið með rúmar 40 milljónir í árslaun sinnti hún ýmsum hversdagslegum störfum fyrir leikarann. Samkvæmt gögnum málsins sá Robinson meðal annars um að skreyta jólatré De Niro. Þá var hún um tíma skráð sem sá aðili sem hafa átti samband við í neyðartilfellum og var sú sem leikarinn hringdi í þegar hann datt niður stiga og þurfti að fara á spítala. Robinson höfðaði mál gegn De Niro og konunni hans árið 2019, þegar hún hætti störfum hjá fyrirtækinu. Í vitnisburði sagði Robinson De Niro og Tiffany Chen, eiginkonu hans, hafa breytt starfinu hennar sem hún dýrkaði í martröð. Dómari sagði De Niro ekki persónulega ábyrgan fyrir slæmu meðferðinni og kynjamismununinni, en dæmdi fyrirtæki hans, Canal Productions, til þess að greiða Robinson alls 1,2 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur, sem nemur um 170 milljónum króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða henni 632 þúsund dali í tvígang. Leikarinn mætti ekki í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp í dag. Lögmaður De Niro sagði lögfræðingateymi hans ætla að beita sér fyrir því að upphæðin sem Canal Productions greiði Robinson verði lækkuð. De Niro lét illum látum í réttarsal á dögunum þegar hann bar vitni í málinu. Hann hrópaði til að mynda „þetta er algjör vitleysa!“ og hækkaði tvisvar sinnum róminn þegar hann tók til varnar fyrir sig og kærustu sína. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
Graham Chase Robinson, sem starfaði sem aðstoðarkona De Niro frá 2008 til 2019, hefur sakað hann um illa meðferð en þrátt fyrir að hafa verið titluð varaforseti framleiðslu og fjármála hjá framleiðslufyrirtæki De Niro, Canal Productions, og verið með rúmar 40 milljónir í árslaun sinnti hún ýmsum hversdagslegum störfum fyrir leikarann. Samkvæmt gögnum málsins sá Robinson meðal annars um að skreyta jólatré De Niro. Þá var hún um tíma skráð sem sá aðili sem hafa átti samband við í neyðartilfellum og var sú sem leikarinn hringdi í þegar hann datt niður stiga og þurfti að fara á spítala. Robinson höfðaði mál gegn De Niro og konunni hans árið 2019, þegar hún hætti störfum hjá fyrirtækinu. Í vitnisburði sagði Robinson De Niro og Tiffany Chen, eiginkonu hans, hafa breytt starfinu hennar sem hún dýrkaði í martröð. Dómari sagði De Niro ekki persónulega ábyrgan fyrir slæmu meðferðinni og kynjamismununinni, en dæmdi fyrirtæki hans, Canal Productions, til þess að greiða Robinson alls 1,2 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur, sem nemur um 170 milljónum króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða henni 632 þúsund dali í tvígang. Leikarinn mætti ekki í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp í dag. Lögmaður De Niro sagði lögfræðingateymi hans ætla að beita sér fyrir því að upphæðin sem Canal Productions greiði Robinson verði lækkuð. De Niro lét illum látum í réttarsal á dögunum þegar hann bar vitni í málinu. Hann hrópaði til að mynda „þetta er algjör vitleysa!“ og hækkaði tvisvar sinnum róminn þegar hann tók til varnar fyrir sig og kærustu sína.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira