Hægt verður að borga strætóferð með korti án aðkomu Klapps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:02 Klappið verður ekki eina lausn fólks til að greiða fyrir strætóferð. Á næsta ári verður hægt að greiða með greiðslukorti. Stöð 2/Egill Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum. „Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“ Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Tækni Strætó Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14 Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02 Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum. „Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“ Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Tækni Strætó Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14 Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02 Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14
Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02
Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52