Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. nóvember 2023 21:00 Chaz Williams, leikmaður Njarðvíkur, átti stórkostlegan fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigurinn. mynd/jbó Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar. Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. Flottar einstaklingsframmistöður í fyrri hálfleik Leikurinn var jafn og spennandi lengst framan af. Njarðvík leiddi með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, þeir héldu svo áfram góðum spretti en Blikarnir komu vel til baka og leiddu með einu stigi þegar fyrri hálfleiknum lauk. Árni Elmar var yfirburðamaður í upphafi leiks fyrir Breiðablik, skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta, þar af þrjú þriggja stiga skot. Snorri Vignisson tók svo við af honum í öðrum leikhlutanum og bar sóknarleik Breiðabliks á herðum sér. Litlu munaði milli liðanna í fyrri hálfleik en það mátti strax sjá að sóknarleikur Blikanna væri brothættur, þeir treystu svolítið á einstaklingskraftaverk í stað þess að spila sem samhelt lið. Misstu tökin undir lokin Breiðablik hélt í gestina allan þriðja leikhlutann en maður fann að þeir voru við það að missa tökin á leiknum. Njarðvík byrjaði svo fjórða leikhlutann af gríðarlegum krafti með Chaz Williams fremstan í flokki, hann setti tvo snögga þrista og gaf ‘alley-oop’ sendingu á Mario Matasovic sem tróð boltanum og setti tóninn fyrir lokamínútur leiksins. Gestirnir gjörsamlega hlupu yfir Blikana í fjórða leikhluta og þeir engin svör við þeim fyrr en undir blálokin, þá náði Breiðablik góðum endaspretti en munurinn var of mikill milli liðanna þegar að því var komið og Blikarnir komust ekki nær en sex stigum frá Njarðvík. Daníel Guðmundsson: Mikilvæg stig sem telja alveg jafnmikið og gegn liðum í efri hlutanum Daníel Guðmundsson stýrði Njarðvík í fjarveru Benedikts Guðmundssonar sem er í landsliðsverkefni. „Mjög mikilvægt að ná þessum tveimur stigum hér í kvöld, þetta var smá brekka, misstum tvo byrjunarliðsleikmenn út í þessari viku. Aðrir stigu upp og ég er gríðarlega sáttur með þessa leikmenn sem tóku þátt í kvöld“ sagði Daníel Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, strax að leik loknum. Daníel stýrði liðinu meðan Benedikt Guðmundsson ferðaðist til Rúmeníu með kvennalandsliðinu. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld, það var vængbrotið eftir að hafa misst tvo leikmenn út í vikunni, en gerði vel að sækja sigurinn í kvöld. „Benedikt er með kvennalandsliðinu í Rúmeníu, þá tek ég þessa leiki. Það vantaði aðeins upp á mannskapinn í kvöld en ég er mjög ánægður með þá sem stigu á gólfið og þá sem voru bekknum sömuleiðis. Keyrðum þetta í gang og náðum í þessi tvö stig, þau eru mikilvæg og telja alveg jafn mikið gegn Breiðablik og þau gera gegn liðum sem eru í efri hlutanum.“ Njarðvík endaði þriggja leikja taphrinu með þessum sigri og sótti mikilvæg tvö stig. Þeir eiga svo erfiðan leik fyrir höndum í næstu umferð þegar tekið verður á móti Tindastól í Ljónagryfjunni. „Ég geri ráð fyrir því að einhverjir leikmenn hjá þeim verði komnir til baka og vonandi einhverjir hjá okkur líka. Ég geri bara ráð fyrir hörkuviðureign eins og þetta hefur verið undanfarin ár milli þessara tveggja liða, þannig að ég hlakka til verkefnisins og þetta verður alvöru rimma“ sagði Daníel að lokum. Subway-deild karla Breiðablik UMF Njarðvík
Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar. Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. Flottar einstaklingsframmistöður í fyrri hálfleik Leikurinn var jafn og spennandi lengst framan af. Njarðvík leiddi með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, þeir héldu svo áfram góðum spretti en Blikarnir komu vel til baka og leiddu með einu stigi þegar fyrri hálfleiknum lauk. Árni Elmar var yfirburðamaður í upphafi leiks fyrir Breiðablik, skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta, þar af þrjú þriggja stiga skot. Snorri Vignisson tók svo við af honum í öðrum leikhlutanum og bar sóknarleik Breiðabliks á herðum sér. Litlu munaði milli liðanna í fyrri hálfleik en það mátti strax sjá að sóknarleikur Blikanna væri brothættur, þeir treystu svolítið á einstaklingskraftaverk í stað þess að spila sem samhelt lið. Misstu tökin undir lokin Breiðablik hélt í gestina allan þriðja leikhlutann en maður fann að þeir voru við það að missa tökin á leiknum. Njarðvík byrjaði svo fjórða leikhlutann af gríðarlegum krafti með Chaz Williams fremstan í flokki, hann setti tvo snögga þrista og gaf ‘alley-oop’ sendingu á Mario Matasovic sem tróð boltanum og setti tóninn fyrir lokamínútur leiksins. Gestirnir gjörsamlega hlupu yfir Blikana í fjórða leikhluta og þeir engin svör við þeim fyrr en undir blálokin, þá náði Breiðablik góðum endaspretti en munurinn var of mikill milli liðanna þegar að því var komið og Blikarnir komust ekki nær en sex stigum frá Njarðvík. Daníel Guðmundsson: Mikilvæg stig sem telja alveg jafnmikið og gegn liðum í efri hlutanum Daníel Guðmundsson stýrði Njarðvík í fjarveru Benedikts Guðmundssonar sem er í landsliðsverkefni. „Mjög mikilvægt að ná þessum tveimur stigum hér í kvöld, þetta var smá brekka, misstum tvo byrjunarliðsleikmenn út í þessari viku. Aðrir stigu upp og ég er gríðarlega sáttur með þessa leikmenn sem tóku þátt í kvöld“ sagði Daníel Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, strax að leik loknum. Daníel stýrði liðinu meðan Benedikt Guðmundsson ferðaðist til Rúmeníu með kvennalandsliðinu. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld, það var vængbrotið eftir að hafa misst tvo leikmenn út í vikunni, en gerði vel að sækja sigurinn í kvöld. „Benedikt er með kvennalandsliðinu í Rúmeníu, þá tek ég þessa leiki. Það vantaði aðeins upp á mannskapinn í kvöld en ég er mjög ánægður með þá sem stigu á gólfið og þá sem voru bekknum sömuleiðis. Keyrðum þetta í gang og náðum í þessi tvö stig, þau eru mikilvæg og telja alveg jafn mikið gegn Breiðablik og þau gera gegn liðum sem eru í efri hlutanum.“ Njarðvík endaði þriggja leikja taphrinu með þessum sigri og sótti mikilvæg tvö stig. Þeir eiga svo erfiðan leik fyrir höndum í næstu umferð þegar tekið verður á móti Tindastól í Ljónagryfjunni. „Ég geri ráð fyrir því að einhverjir leikmenn hjá þeim verði komnir til baka og vonandi einhverjir hjá okkur líka. Ég geri bara ráð fyrir hörkuviðureign eins og þetta hefur verið undanfarin ár milli þessara tveggja liða, þannig að ég hlakka til verkefnisins og þetta verður alvöru rimma“ sagði Daníel að lokum.
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti