Unnu leikinn en misstu tvo leikmenn í meiðsli Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 17:00 Rasmus Höjlund meiddist í síðari hálfleiknum í dag. Vísir/Getty Manchester United kom sér aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Luton að velli 1-0 í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Victor Lindelöf skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik. Manchester United fengu heilan haug af færum í fyrri hálfleiknum sem þeim tókst ekki að nýta. Bæði Alejandro Garnacho og Rasmus Højlund misnotuðu marktækifæri sín illa og sá fyrrnefndi fékk að heyra baul frá stuðningsmönnum þegar hann var tekinn af velli í seinni hálfleik. Victor Lindelöf braut loks ísinn fyrir Manchester United á 59. mínútu með marki sem kom upp úr hornspyrnu. Varnarmaður komst fyrir skot Scott McTominay en boltinn datt þá fyrir Lindelöf sem kom honum yfir línuna. Man Utd take the lead against Luton!The ball falls kindly to the feet of Victor Lindelof following a corner, and the defender lashes home to put the hosts ahead 🎯#MUNLUT pic.twitter.com/cmsYqmh37n— Premier League (@premierleague) November 11, 2023 Luton gerðu skiptingar í kjölfarið og góða atlögu að jöfnunarmarkinu en tókst það ekki í þetta sinn. Christian Eriksen fór meiddur af velli í fyrri hálfleik, samlandi hans Rasmus Højlund meiddist svo undir lok leiks og var einnig tekinn af velli. Højlund hafði átt góðan leik fram að því og komst hársbreidd frá sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki en biðin lengist enn fyrir Danann. Meiðslavandræði Manchester liðsins virðast engan endi ætla að taka en stuðningsmenn félagsins geta huggað sig við stigin þrjú í dag. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 „Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir okkur“ Manchester United mátti þola svekkjandi 4-3 tap eftir hádramatískan leik gegn FCK á Parken. Manchester liðið situr í neðsta sæti A-riðils Meistaradeildarinnar eftir úrslit gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 12:30 Leikmaður FCK kallaði Fernandes grenjuskjóðu Mohamed Elyounoussi, leikmaður FC Kaupmannahafnar, gagnrýndi Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær og sagði að Portúgalinn væri sívælandi. 9. nóvember 2023 14:00 Leikmaður FCK kallaði Garnacho trúð Leikmaður FC Kaupmannahafnar kallaði Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United, trúð eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. 10. nóvember 2023 13:30
Manchester United kom sér aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Luton að velli 1-0 í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Victor Lindelöf skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik. Manchester United fengu heilan haug af færum í fyrri hálfleiknum sem þeim tókst ekki að nýta. Bæði Alejandro Garnacho og Rasmus Højlund misnotuðu marktækifæri sín illa og sá fyrrnefndi fékk að heyra baul frá stuðningsmönnum þegar hann var tekinn af velli í seinni hálfleik. Victor Lindelöf braut loks ísinn fyrir Manchester United á 59. mínútu með marki sem kom upp úr hornspyrnu. Varnarmaður komst fyrir skot Scott McTominay en boltinn datt þá fyrir Lindelöf sem kom honum yfir línuna. Man Utd take the lead against Luton!The ball falls kindly to the feet of Victor Lindelof following a corner, and the defender lashes home to put the hosts ahead 🎯#MUNLUT pic.twitter.com/cmsYqmh37n— Premier League (@premierleague) November 11, 2023 Luton gerðu skiptingar í kjölfarið og góða atlögu að jöfnunarmarkinu en tókst það ekki í þetta sinn. Christian Eriksen fór meiddur af velli í fyrri hálfleik, samlandi hans Rasmus Højlund meiddist svo undir lok leiks og var einnig tekinn af velli. Højlund hafði átt góðan leik fram að því og komst hársbreidd frá sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki en biðin lengist enn fyrir Danann. Meiðslavandræði Manchester liðsins virðast engan endi ætla að taka en stuðningsmenn félagsins geta huggað sig við stigin þrjú í dag.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 „Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir okkur“ Manchester United mátti þola svekkjandi 4-3 tap eftir hádramatískan leik gegn FCK á Parken. Manchester liðið situr í neðsta sæti A-riðils Meistaradeildarinnar eftir úrslit gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 12:30 Leikmaður FCK kallaði Fernandes grenjuskjóðu Mohamed Elyounoussi, leikmaður FC Kaupmannahafnar, gagnrýndi Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær og sagði að Portúgalinn væri sívælandi. 9. nóvember 2023 14:00 Leikmaður FCK kallaði Garnacho trúð Leikmaður FC Kaupmannahafnar kallaði Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United, trúð eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. 10. nóvember 2023 13:30
Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11
„Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir okkur“ Manchester United mátti þola svekkjandi 4-3 tap eftir hádramatískan leik gegn FCK á Parken. Manchester liðið situr í neðsta sæti A-riðils Meistaradeildarinnar eftir úrslit gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 12:30
Leikmaður FCK kallaði Fernandes grenjuskjóðu Mohamed Elyounoussi, leikmaður FC Kaupmannahafnar, gagnrýndi Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær og sagði að Portúgalinn væri sívælandi. 9. nóvember 2023 14:00
Leikmaður FCK kallaði Garnacho trúð Leikmaður FC Kaupmannahafnar kallaði Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United, trúð eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. 10. nóvember 2023 13:30