Salah í stuði þegar Liver­pool lyfti sér upp í annað sætið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Salah fagnar seinna marki sínu í leiknum.
Salah fagnar seinna marki sínu í leiknum. Vísir/Getty

Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag.

Eftir jafnteflið gegn Luton Town í síðustu umferð var nauðsynlegt fyrir Liverpool að sækja þrjú stig. Brentford var fyrir leikinn um miðja deild og oft á tíðum strítt stærri liðum.

Darwin Nunez skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem dæmt var af vegna rangstöðu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Mohamed Salah hins vegar mark þegar hann slapp í gegn í teignum eftir góða sendingu frá Nunez. Staðan í hálfleik var 1-0.

Í síðari hálfleik bætti Salah síðan við sínu öðru marki. Hann skoraði þá gott skallamark og staðan orðin 2-0. Diogo Jota skoraði þriðja markið á 74. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig og sigurinn í höfn.

Lokatölur 3-0 og Liverpool því komið í annað sæti deildarinnar. Liðið er með jafnmörg stig og Arsenal og Tottenham en með betri markatölu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira