Varðskipið Þór á leiðinni til Grindavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 20:22 Varðskipið Þór er á leiðinni til Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, siglir í kvöld frá Reykjavík og er væntanlegt til Grindavíkur í nótt að ósk almannavarna. Þá er verið að opna fjöldahjálparstöðvar á fjórum stöðum. Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á næsta klukkustundum í Íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Í Grindavík er stöðin aðeins til söfnunar og upplýsinga og ef fólk þarf aðstoð við að fara annað. Þar mun þeim sem þangað leita standa til boða hressing, upplýsingar og gisting ef á þarf að halda. Athygli er vakin á að Grindavíkurvegur er lokaður að sinni vegna skemmda. Fólki er bent á að fara um Suðurstrandarveg á leið á Selfoss og Reykjavíkur eða Nesveg ef það velur að fara í Reykjanesbæ. Viðgerðir á Grindavíkurvegi standa yfir og upplýst verður ef og þegar Grindavíkurvegur verður opnaður á ný. Almannavarnir létu keyra hraunflæðilíkan í kvöld, miðað við líklegasta stað fyrir uppkomu kviku. Það líkan bendir ekki til að hraun muni renna í átt að Grindavík. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í dag sendi Veðurstofan í kvöld frá sér eftirfarandi stöðumat: „Þau merki sem sjást núna við Sundhnúka eru sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftvirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er þá erum við líklega að horfa til nokkura daga áður frekar en klukkustunda áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. “ Landhelgisgæslan Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á næsta klukkustundum í Íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Í Grindavík er stöðin aðeins til söfnunar og upplýsinga og ef fólk þarf aðstoð við að fara annað. Þar mun þeim sem þangað leita standa til boða hressing, upplýsingar og gisting ef á þarf að halda. Athygli er vakin á að Grindavíkurvegur er lokaður að sinni vegna skemmda. Fólki er bent á að fara um Suðurstrandarveg á leið á Selfoss og Reykjavíkur eða Nesveg ef það velur að fara í Reykjanesbæ. Viðgerðir á Grindavíkurvegi standa yfir og upplýst verður ef og þegar Grindavíkurvegur verður opnaður á ný. Almannavarnir létu keyra hraunflæðilíkan í kvöld, miðað við líklegasta stað fyrir uppkomu kviku. Það líkan bendir ekki til að hraun muni renna í átt að Grindavík. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í dag sendi Veðurstofan í kvöld frá sér eftirfarandi stöðumat: „Þau merki sem sjást núna við Sundhnúka eru sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftvirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er þá erum við líklega að horfa til nokkura daga áður frekar en klukkustunda áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. “
Landhelgisgæslan Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira