Caicedo sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi hrifist mjög þegar heimsmeistarinn Enzo Fernandes hringdi í hann persónulega og vildi fá hann til liðs við Chelsea. Hann kvaðst ekki sjá eftir ákvörðuninni og nýtur þess vel að spila með Enzo.
🚨 Chelsea star Moises Caicedo has revealed that a conversation over the phone with midfield partner Enzo Fernandez was the determining factor in moving to Chelsea rather than Liverpool in the summer transfer window.
— ChelseaReport (@chelsreport_) November 11, 2023
"It was a nice chat. I mean, the fact that a world champion… pic.twitter.com/Py1BVdtnLy
Brighton hafði þá þegar samþykkt tilboð Liverpool í leikmanninn en hann neitaði einfaldlega að ræða við félagið og beið eftir boði frá Chelsea. Þeir höfðu sig alla til við að yfirbjóða Liverpool og gerðu það skömmu síðar þegar þeir buðu Brighton fimm milljónum betur.
Caicedo fékk ósk sína á endanum uppfyllta og gekk til liðs við Chelsea. Liverpool sótti Wataru Endo og Ryan Gravenberch á lokadegi félagsskiptagluggans í staðinn til að styrkja miðjuna.