Innlent

Um fimm­tíu bílar við lokunarpóst

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ervin var mættur og vildi fá að komast inn í bæinn.
Ervin var mættur og vildi fá að komast inn í bæinn. Vísir/Vilhelm

Mikill fjöldi fólks bíður nú við lokunarpóst að Grindavík eftir því að komast inn í bæinn til að sækja dótið sitt. Lögregla vísar fólki burt. Veðurstofan sagði í morgun svigrúm til aðgerða í bænum en almannavarnir vinna enn að skipulagði aðgerða. 

Að mati ljósmyndara Vísis, sem er á vettvangi, Vilhelm Gunnarssonar, eru um 50 bílar að bíða. Hann segir flesta rólega en að einhverjir séu í miklu uppnámi. Hann segir lögreglu nú vinna að því að vísa fólki burt. 

Lögreglan er nú að vísa fólki aftur burt frá lokunapóstinum. Vísir/Vilhelm

Einn þeirra sem bíður er Ervin, íbúi frá Grindavík.

„Við erum búin að vera hérna í um hálftíma. Við ætlum að bíða þar til við fáum að fara inn,“ sagði ERvin í samtali við fréttastofu. Hann sagðist ekki hafa fengið neinar upplýsingar eða leiðbeiningar um það hvernig eða hvenær hann fengi að fara inn.

Fólk vill fá að sækja verðmæti, gæludýr og ýmislegt annað áður en það gýs. Vísir/Vilhelm

Ervin yfirgaf bæinn ásamt fjölskyldu sinni um miðja nótt fyrir tveimur dögum.

„Við fórum um miðja nótt. Krakkarnir voru grátandi og við gátum ekki verið lengur,“ segir Ervin og að allt sem þau eigi sé enn í Grindavík. Mest vilji þau komast til bæjarins til að sækja ýmis skjöl og fatnað.

Björgunarsveit mannar enn lokunarpóstinn. Vísir/Vilhelm
Mikill fjöldi Grindvíkinga bíður þess nú að fá að komast inn í bæinn til að sækja verðmæti. Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×