Enski boltinn

Ten Hag kominn í leikbann

Smári Jökull Jónsson skrifar
Erik Ten Hag er búinn að næla í þrjú gul spjöld á tímabilinu
Erik Ten Hag er búinn að næla í þrjú gul spjöld á tímabilinu

Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United er kominn í leikbann eftir að hafa fengið gult spjald í leiknum gegn Luton Town í gær.

Manchester United lagði Luton Town að velli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn markaði ákveðin tímamót hjá Erik Ten Hag en hann er fljótasti knattspyrnustjóri United til að vinna 30 leiki sem stjóri.

Það voru hins vegar ekki bara jákvæðar fréttir fyrir Ten Hag að ræða eftir leik. Hann fékk nefnilega gult spjald í leiknum og það var hans þriðja á tímabilinu. Hann er því kominn í leikbann og verður ekki á hliðarlínunni í næsta leik liðsins gegn Everton.

„Á ákveðnum tímapunkti þarftu að sætta þig við ákvarðanir. Ég ætti að gera það líka,“ sagði Ten Hag við fréttamenn í gær að leik loknum.

Mótmæli hans sneru að ákvörðun dómara um innkast seint í leiknum.

„Við erum með hæft starfslið og þeir munu taka við. Ég get að sjálfsögðu verið með upp að vissu marki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×