Vill endurskoða styrkjakerfi fjölmiðla sem sé „eins og villta vestrið“ Magnús Jochum Pálsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 13. nóvember 2023 00:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Pírata, ræddi við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi fyrr í dag. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir styrkjakerfi fjölmiðla „eins og villta vestrið“ og vill að það sé endurskoðað og markmið kerfisins skýrð betur. Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir. Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir.
Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira