Landvernd styður Grindavík Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Kæri Fannar Jónasson, sveitarstjóri í Grindavík Landvernd, náttúruverndarsamtök, lýsa samstöðu og samkennd með Grindvíkingum á erfiðum tímum og bjóðast til leggja sitt af mörkum til aðstoðar í neyð. Samtökin bjóða því fram aðstoð sjálfboðaliða við ýmis störf og/eða við ráðgjöf vegna nauðsynlegra framkvæmda sem ráðast verður í til að tryggja líf og limi fólks og mikilvæga innviði á svæðinu sem nú er hættusvæði vegna skjálfta og eldsumbrota. Fjölmiðlar hafa spurt hvort Landvernd leggist gegn framkvæmdum við varnargarða sem áætlað er að reisa til að tryggja innviði í Svartsengi og nágrenni, leiki vafi á því hvort náttúruverndarlög séu virt. Og hyggist jafnvel kæra framkvæmdirnar. Svar Landverndar er að náttúruverndarsamtök eins og allir landsmenn setja öryggi íbúa á svæðinu í algjöran forgang, styðja nauðsynlegar framkvæmdir og treysta ráðgjöf vísindamanna um varnir sem ráðast þarf í. Samtökin treysta því einnig að fullt tillit verði tekið til umhverfisins á umbrotasvæðinu og leitast við að tryggja verndun náttúrunnar eins og hægt er í ríkjandi óvissuástandi. Auk þess að bjóða fram aðstoð núna, vill Landvernd styðja við risavaxin verkefnin framundan eins og hægt er. Þegar nauðsynleg vinna fer af stað við nýtt heildstætt áhættumat fyrir Reykjanessvæðið og framkvæmdir á grunni þess, býðst Landvernd líka til þess að koma að því starfi á grundvelli þess hlutverks sem samtökin gegna. Viðeigandi er að rifja upp að Grindavíkurbær er aðildarfélag í Landvernd og er það sérstök ánægja að bjóða fram aðstoð til sveitarfélags sem hefur um árabil styrkt náttúruvernd með aðild að Landvernd. Gangi Grindvíkingum allt í haginn. Fyrir hönd Landverndar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Umhverfismál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björg Eva Erlendsdóttir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Kæri Fannar Jónasson, sveitarstjóri í Grindavík Landvernd, náttúruverndarsamtök, lýsa samstöðu og samkennd með Grindvíkingum á erfiðum tímum og bjóðast til leggja sitt af mörkum til aðstoðar í neyð. Samtökin bjóða því fram aðstoð sjálfboðaliða við ýmis störf og/eða við ráðgjöf vegna nauðsynlegra framkvæmda sem ráðast verður í til að tryggja líf og limi fólks og mikilvæga innviði á svæðinu sem nú er hættusvæði vegna skjálfta og eldsumbrota. Fjölmiðlar hafa spurt hvort Landvernd leggist gegn framkvæmdum við varnargarða sem áætlað er að reisa til að tryggja innviði í Svartsengi og nágrenni, leiki vafi á því hvort náttúruverndarlög séu virt. Og hyggist jafnvel kæra framkvæmdirnar. Svar Landverndar er að náttúruverndarsamtök eins og allir landsmenn setja öryggi íbúa á svæðinu í algjöran forgang, styðja nauðsynlegar framkvæmdir og treysta ráðgjöf vísindamanna um varnir sem ráðast þarf í. Samtökin treysta því einnig að fullt tillit verði tekið til umhverfisins á umbrotasvæðinu og leitast við að tryggja verndun náttúrunnar eins og hægt er í ríkjandi óvissuástandi. Auk þess að bjóða fram aðstoð núna, vill Landvernd styðja við risavaxin verkefnin framundan eins og hægt er. Þegar nauðsynleg vinna fer af stað við nýtt heildstætt áhættumat fyrir Reykjanessvæðið og framkvæmdir á grunni þess, býðst Landvernd líka til þess að koma að því starfi á grundvelli þess hlutverks sem samtökin gegna. Viðeigandi er að rifja upp að Grindavíkurbær er aðildarfélag í Landvernd og er það sérstök ánægja að bjóða fram aðstoð til sveitarfélags sem hefur um árabil styrkt náttúruvernd með aðild að Landvernd. Gangi Grindvíkingum allt í haginn. Fyrir hönd Landverndar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun