Pochettino bað Pep afsökunar á hegðun sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 07:31 Mauricio Pochettino var mjög reiður í leikslok eftir 4-4 jafntefli í leik Chelsea og Manchester City í gær. Getty/Robin Jones Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, missti stjórn á sér eftir dramatískt 4-4 jafntefli Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Pochettino sá eftir öllu saman þegar hann var búinn að ná sér niður eftir leikinn. Á blaðamannafundi bað hann dómaratríóið og knattspyrnustjóra City afsökunar. Pochettino rauk út á völlinn í leikslok til að rífast við Anthony Taylor dómara en ástæðan var að leikurinn var flautaður af þegar Chelsea var í lofandi sókn. Pochettino did not shake hands with Guardiola at the end of the 4-4. He stormed onto the pitch in rage towards the match officials as soon as the whistle went, reports @spbajko. pic.twitter.com/65AvOthKpT— EuroFoot (@eurofootcom) November 12, 2023 Pochettino tók ekki í höndina á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og fékk síðan gult spjald fyrir mótmælin við dómarann áður en starfsmenn hans drógu hann í burtu. „Ég þarf að biðja Anthony [Taylor] og dómarana afsökunar. Á þessari stundu þá fannst mér að Raheem [Sterling] væri að sleppa í gegn til að skora fimmta markið. Þá var leikurinn flautaður af. Ég fer til Anthony: Hvað í and... er í gangi. Af hverju stoppar þú leikinn,“ sagði Mauricio Pochettino. ESPN segir frá. „Ég snéri síðan við og sagði að ég ætti skilið að fá gult spjald. Ég fór yfir línuna. Ég vil biðjast afsökunar af því að svona hegðun leit ekki vel út fyrir mig né fyrir fótboltann,“ sagði Pochettino en blaðamenn spurðu hann líka út í það að hafa ekki tekið í höndina á Guardiola eftir leikinn. Pep Guardiola on Mauricio Pochettino not shaking his hand: It's completely fine. It's emotion. I don't want to make a thing about it. pic.twitter.com/6A6vCPwd5s— City Report (@cityreport_) November 12, 2023 „Ég vil líka biðja hann afsökunar. Ég bara sá hann ekki. Ég var svo einbeittur á það sem hafði gerst í lokin. Ég vil einnig biðja Pep afsökunar,“ sagði Pochettino. Guardiola sjálfur gerði lítið úr atvikinu og sagði að þetta væri ekkert vandamál og hann hefði engan áhuga á að ræða það frekar. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Pochettino sá eftir öllu saman þegar hann var búinn að ná sér niður eftir leikinn. Á blaðamannafundi bað hann dómaratríóið og knattspyrnustjóra City afsökunar. Pochettino rauk út á völlinn í leikslok til að rífast við Anthony Taylor dómara en ástæðan var að leikurinn var flautaður af þegar Chelsea var í lofandi sókn. Pochettino did not shake hands with Guardiola at the end of the 4-4. He stormed onto the pitch in rage towards the match officials as soon as the whistle went, reports @spbajko. pic.twitter.com/65AvOthKpT— EuroFoot (@eurofootcom) November 12, 2023 Pochettino tók ekki í höndina á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og fékk síðan gult spjald fyrir mótmælin við dómarann áður en starfsmenn hans drógu hann í burtu. „Ég þarf að biðja Anthony [Taylor] og dómarana afsökunar. Á þessari stundu þá fannst mér að Raheem [Sterling] væri að sleppa í gegn til að skora fimmta markið. Þá var leikurinn flautaður af. Ég fer til Anthony: Hvað í and... er í gangi. Af hverju stoppar þú leikinn,“ sagði Mauricio Pochettino. ESPN segir frá. „Ég snéri síðan við og sagði að ég ætti skilið að fá gult spjald. Ég fór yfir línuna. Ég vil biðjast afsökunar af því að svona hegðun leit ekki vel út fyrir mig né fyrir fótboltann,“ sagði Pochettino en blaðamenn spurðu hann líka út í það að hafa ekki tekið í höndina á Guardiola eftir leikinn. Pep Guardiola on Mauricio Pochettino not shaking his hand: It's completely fine. It's emotion. I don't want to make a thing about it. pic.twitter.com/6A6vCPwd5s— City Report (@cityreport_) November 12, 2023 „Ég vil líka biðja hann afsökunar. Ég bara sá hann ekki. Ég var svo einbeittur á það sem hafði gerst í lokin. Ég vil einnig biðja Pep afsökunar,“ sagði Pochettino. Guardiola sjálfur gerði lítið úr atvikinu og sagði að þetta væri ekkert vandamál og hann hefði engan áhuga á að ræða það frekar.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira