Skjálftarnir aftur á nokkurra kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 09:52 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir jarðskjálftana við Grindavík aftur komna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Það geti falið í sér að kvikan muni ekki ná upp á yfirborðið að svo stöddu. Hann segir þó erfitt að spá um framhaldið. Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46
„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00
Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08