Skjálftarnir aftur á nokkurra kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 09:52 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir jarðskjálftana við Grindavík aftur komna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Það geti falið í sér að kvikan muni ekki ná upp á yfirborðið að svo stöddu. Hann segir þó erfitt að spá um framhaldið. Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46
„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00
Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08