Enski boltinn

Glazerarnir mæta ekki í jarðar­för Bobbys Charlton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sir Bobby Charlton ásamt meðlimum Glazer-fjölskyldunnar.
Sir Bobby Charlton ásamt meðlimum Glazer-fjölskyldunnar. getty/Matthew Peters

Meðlimir Glazer-fjölskyldunnar ætla ekki að mæta í jarðarför Sir Bobbys Charlton í dag. Þeir óttast mótmæli stuðningsmanna Manchester United.

Charlton lést 11. október síðastliðinn, 86 ára að aldri. Jarðarför hans fer fram í Manchester í dag. Charlton er einn besti leikmaður í sögu United og átti lengi markamet félagsins.

Enskir fjölmiðlir greina frá því að Glazers-fjölskyldan, sem á United, muni ekki vera viðstödd jarðarför Charltons.

Glazerarnir eru ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum United og meðlimir hennar óttast að þeir muni nýta tækifærið og mótmæla í jarðarförinni. Glazerarnir ætla því að halda sig fjarri. Ef snýst hugur mun Joel Glazer mæta.

United vann 1-0 sigur á Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×