Enski boltinn

Fór inn í rangan klefa á Old Trafford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Teden Mengi tæklar Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United.
Teden Mengi tæklar Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United. getty/Ash Donelon

Teden Mengi hélt greinilega að hann væri enn leikmaður Manchester United þegar hann mætti með félögum sínum í Luton Town á Old Trafford um helgina.

Luton tapaði naumlega fyrir United, 1-0, á laugardaginn. Victor Lindelöf skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu.

Mengi var í byrjunarliði Luton og lék allan leikinn. Hann kom til félagsins frá United fyrir tímabilið.

Hinn 21 árs Mengi er öllum hnútum kunnugur á Old Trafford enda var hann hjá United í fjórtán ár. Hann labbaði meira að segja inn í búningsklefa United en ekki útiliðsins þegar hann mætti í leikinn á laugardaginn.

Þessi skemmtilegi misskilningur náðist á myndband sem var sýnt í Match of the Day 2 á BBC í gær. „Teden Mengi, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gleymdi að hann væri ekki enn hjá Manchester United. Og hann þurfti að yfirgefa búningsklefa heimaliðsins og fara yfir í klefa aðkomuliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×