Innlent

Inn á tíu mínútum og út aftur

Jakob Bjarnar skrifar
Hjálmar Hallgrímsson vettvangsstjóri segir skipulagsbreytingar hafi verið gerðar og nú er öllum hleypt inn.
Hjálmar Hallgrímsson vettvangsstjóri segir skipulagsbreytingar hafi verið gerðar og nú er öllum hleypt inn. vísir

Hjálmar Hallgrímsson vettvangsstjóri segir ganga ágætlega að hleypa fleira fólki inn í Grindavík. Skipulagsbreytingar hafi verið gerðar sem geri ráð fyrir að hraðar gangi að hleypa fleirum inná svæðið en áður var.

„Björgunarsveitirnar verða á vaktinni fyrir innan og tryggja að það sé í lagi meðan fólkið er að taka helstu föggur á þessum tíu mínútum. Það ber meira svæðið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu.

Fólk getur farið á eigin bílum og tekið það nauðsynlegasta með sér. Og fer svo sömu leið til baka. Björgunarsveitirnar verða til að leiðbeina fólki, inn og út af svæðinu. Tíu mínútur fær fólk til að athafna sig.

„Nú erum við með gult svæði og rautt svæði. Íbúar þekkja þau. Það verður afgreitt eftir því sem þolir. Það getur verið að við þurfum að hægja á ferlinu, það kemur í ljós en okkur líst vel á þetta.“

Hjálmar segir að nú sé meiri hraði á aðgerðum en áður var. „Vegna þess að … við getum það. Þetta var klaufalegt hjá okkur í byrjun en við erum að læra af þessu. Það er ekki mikið eftir af deginum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×