Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_05 (2)

Nýjar gervitunglamyndir sýna að sigdalur hefur myndast í Grindavík en vesturhluti bæjarins hefur sigið um allt að einn metra. Við fjöllum ítarlega um jarðhræringarnar á Reykjanesi í fréttatímanum okkar og ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu. Mikil jarðskjálftavirkni er enn á Reykjanesi og hafa tvö þúsund skjálftar hafa mælst síðastliðinn sólarhring.

Eyðilegging blasti viðíbúum Grindavíkur sem fengu að fara heim í dag að sækja nauðsynjar. Við sýnum viðtöl við þá og birtum myndir af vettvangi. Þá förum við yfir stöðuna með verkefnastjóra aðgerðarmála hjá Landsbjörgu og bæjarstjóra Grindavíkur.

Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Við fjöllum um það en kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×