Óljóst hvort umfangsmiklar aðgerðir skili árangri Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2023 18:17 Ekki er víst hvort umfangsmiklar aðgerðir muni bera árangur, þó telur forsætisráðherra mikilvægt að bregðast við. Vísir/Vilhelm „Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hún mælti í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem gefur dómsmálaráðherra heimild til að fela almannavörnum að hefja gerð á varnarmannvirkjum til að verja mikilvæga innviði, líkt og Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi. „Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ segir Katrín, sem bendir á að Alþingi hafi sópað öðrum málum af borði sínu í dag til að einblína á stöðuna í Grindavík. Katrín segir samstöðu á Alþingi um að standa með Grindvíkingum.Vísir/Vilhelm Þá leggur Katrín til sérstaka skattlagningu vegna þessa. Gjald yrði sett á hverja brunatryggða fasteign. Hún segir að gjaldið myndi nema um átta þúsund krónum á ári á fasteign sem væri metin hundrað milljónir. Þá vill hún meina að aðgerðin yrði tímabundin, núna sé horft til þriggja ára. „Þetta yrði gert til þess svo við höfum tekjustofn til að tryggja svigrúm hins opinbera til að ráðast í slíkar forvirkar aðgerðir gegn náttúruvá á Reykjanesskaga,“ segir hún. Þá segir Katrín mikilvægt að þegar þessu tiltekna óvissutímabili sé aflokið verði mikilvægt að ræða aðgerðir sem þessar til lengri tíma. Katrín segir ríkan vilja á Alþingi, þvert á flokka, um að standa með Grindvíkingum. „Það hefur ýmislegt dunið á á mínum tíma sem forsætisráðherra. Það gerir mig alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi, fólk leggur ágreiningsefnið til liðar og sameinast að því að finna bestu lausnirnar.“ Óvissan það versta „Það er það versta í þessu, óvissan. Það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna eftir að gripið var til allsherjarrýmingar síðastliðið föstudagskvöld. Það er algjör óvissa um það hversu lengi sú rýming mun vara og það er gríðarlega þung staða,“ segir Katrín sem segir stjórnvöld einnig skoða hvernig hægt sé að tryggja afkomu Grindvíkinga, sem margir hverjir geta ekki unnið. Hún segist hafa fundað með verkalýðshreyfingunni og ætla að funda með atvinnurekendum. Þá sé verið að skoða húsnæðismál, skólamál, tómstundastarf og fleiri þætti sem þarf að leysa vegna rýmingarinnar. „Þetta er ótrúlega margt. Þetta er heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn, þetta eru tólf hundruð heimili. Þetta eru stærðirnar og óvissan algjör, hvort sem við horfum til skemmri eða lengri tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Hún mælti í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem gefur dómsmálaráðherra heimild til að fela almannavörnum að hefja gerð á varnarmannvirkjum til að verja mikilvæga innviði, líkt og Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi. „Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ segir Katrín, sem bendir á að Alþingi hafi sópað öðrum málum af borði sínu í dag til að einblína á stöðuna í Grindavík. Katrín segir samstöðu á Alþingi um að standa með Grindvíkingum.Vísir/Vilhelm Þá leggur Katrín til sérstaka skattlagningu vegna þessa. Gjald yrði sett á hverja brunatryggða fasteign. Hún segir að gjaldið myndi nema um átta þúsund krónum á ári á fasteign sem væri metin hundrað milljónir. Þá vill hún meina að aðgerðin yrði tímabundin, núna sé horft til þriggja ára. „Þetta yrði gert til þess svo við höfum tekjustofn til að tryggja svigrúm hins opinbera til að ráðast í slíkar forvirkar aðgerðir gegn náttúruvá á Reykjanesskaga,“ segir hún. Þá segir Katrín mikilvægt að þegar þessu tiltekna óvissutímabili sé aflokið verði mikilvægt að ræða aðgerðir sem þessar til lengri tíma. Katrín segir ríkan vilja á Alþingi, þvert á flokka, um að standa með Grindvíkingum. „Það hefur ýmislegt dunið á á mínum tíma sem forsætisráðherra. Það gerir mig alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi, fólk leggur ágreiningsefnið til liðar og sameinast að því að finna bestu lausnirnar.“ Óvissan það versta „Það er það versta í þessu, óvissan. Það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna eftir að gripið var til allsherjarrýmingar síðastliðið föstudagskvöld. Það er algjör óvissa um það hversu lengi sú rýming mun vara og það er gríðarlega þung staða,“ segir Katrín sem segir stjórnvöld einnig skoða hvernig hægt sé að tryggja afkomu Grindvíkinga, sem margir hverjir geta ekki unnið. Hún segist hafa fundað með verkalýðshreyfingunni og ætla að funda með atvinnurekendum. Þá sé verið að skoða húsnæðismál, skólamál, tómstundastarf og fleiri þætti sem þarf að leysa vegna rýmingarinnar. „Þetta er ótrúlega margt. Þetta er heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn, þetta eru tólf hundruð heimili. Þetta eru stærðirnar og óvissan algjör, hvort sem við horfum til skemmri eða lengri tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56