Íslenski boltinn

Jakob­ína í Breiða­blik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jakobína Hjörvarsdóttir í leik á lokamóti EM með U-19 ára landsliðinu.
Jakobína Hjörvarsdóttir í leik á lokamóti EM með U-19 ára landsliðinu. Vísir/Getty Images

Jakobína Hjörvarsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks og mun spila með félaginu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún skrifar undir þriggja ára samning.

Jakobína gengur í raðir Breiðabliks frá Þór/KA þar sem hún hefur leikið allan sinn feril. Þessi 19 ára gamli leikmaður á að baki 57 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim tvö mörk. Hún leikur aðallega í stöðu miðverðar eða vinstri bakvarðar.

Jakobína hefur verið í stóru hlutverki hjá U-19 ára landsliði Íslands en hún á samtals að baki 27 landsleiki fyrir U-16 til U-23 ára landsliða Íslands.

Nik Chamberlain var nýverið ráðinn þjálfari Breiðabliks og er Jakobína fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir félagsins síðan þá. Breiðablik endaði í 2. sæti Bestu deildar kvenna síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×