„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 13. nóvember 2023 19:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. „Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira