Íbúarnir sem komust ekki í gær fá fimm mínútur í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2023 11:11 Þessar grindvísku konur ræddu við fréttamann á bílastæðinu við Fagradalsfjall í gær. Þær náðu að skjótast á heimili sitt og ná í örfá verðmæti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grindavík sem ekki komust til síns heima í gær að sækja verðmæti fá til þess fimm mínútur í dag. Opið verður til Grindavíkur fyrir viðkomandi íbúa frá tólf á hádegi í fjórar klukkustundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að áætlun geti breyst án fyrirvara. Aðgangurinn sé aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær. Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10 til 12. Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00. Hvert heimili fær 5 mínútur. Íbúar á eftirfarandi svæð um geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00: 12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp 12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks. 13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut 13:30 Skiptastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir 14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun 14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún 15:00 Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg) „Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn,“ segir í tilkynningu. „Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.“ Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk,“ segir í tilkynningunni. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að áætlun geti breyst án fyrirvara. Aðgangurinn sé aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær. Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10 til 12. Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00. Hvert heimili fær 5 mínútur. Íbúar á eftirfarandi svæð um geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00: 12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp 12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks. 13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut 13:30 Skiptastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir 14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun 14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún 15:00 Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg) „Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn,“ segir í tilkynningu. „Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.“ Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk,“ segir í tilkynningunni.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira